Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 34
KIRKJURITIÐ 224 komandi op öll framfaramál safnaða sinna mjög til sín taka. Hann var 18 ár í stjórnarnefnd Elliheimilisins að Gimli, for- maður hennar og prestur heimilisins í 12 ár. Kirkjufélaginu reyndist liann ágætur starfshróðir og var árum sarnan ritstjóri tímarits þess, Sameiningarinnar. Skrifaði hann fjölda greina í liana og önnur tímarit og blöð. Ævisögu sína mun hann einn- ig hafa samið að meira eða minna leyti. Séra Sigurður var tvíkvæntur. Hann kvæntist fyrri konu sinni, Halldóru Ingibjörgu Hallsson, árið 1907, en missti liana eftir fá ár frá þremur ungum dætrum. Seinni kona hans, Ingi- hjörg Jólianna Ólafsson, lifir hann, og bjuggu þau saman í 38 ár í mjög farsælu lijónabandi. Þau eignuðust tvo sonu. Taldi séra Sigurður það mestu gæfu lífs síns að liafa ldotið svo mik- ilhæfa og ágæta konu, er var lionum samhent í starfi hans að kristindómsmálum og um sumt brautryðjandi. Séra Sigurður var okkur, sem kynntumst honum, einkar hugþekkur og minnisstæður, prúðmenni hið mesta og Ijúf- menni. Komu mér í hug við fráfall lians sæluboðanir Fjall- ræðunnar: Sælir eru hógværir, miskunnsamir, hjartahreinir, friðflytjendur. Þeir munu Guðs ríki erfa. Það mildar söknuð ástvina hans og okkar, sem áttum að fagna nánum kynnum af honum. Við kveðjum liann með virðingu og þökk. Guð láti sitt eilífa ljós lysa lionum. ÁsmunduT GuSmundsson. Bœn Kristur, við krossinn þinn krýp ég í þetta sinn. Hleyp þú í huga minn haustmyrkan Ijósi inn Þarfnast ég ásjár enn andrýr sem breyzkir menn. Angra mig eðlin tvenn. Auðmýkt mér kenn. Úljur Ragnarsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.