Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 221 kynið allt verður að leggja fyrir sjálft sig á komandi tíð, ef ógæfan á ekki eftir að aukast og niargfaldast. Óneitanlega liafa þær hörmungar, sem gengið liafa yfir ver- öldina undanfarandi áratugi, saimfært marga hugsandi menn um það, að mannkynið þarfnast gagngerrar endurfæðingar, ef það á ekki að ganga stríðs- og slysabraut sína til tortímingar. Vetnissprengjan veldur nú mörgum andvöku og erfiðum draumum. En það er ekki fyrst og fremst vetnissprengjan, sem er hættuleg öryggi þjóðanna. Það eru mennirnir sjálfir, sem vopnin smíða. 1 sjálfu sér geymir maðurinn háskann, en hvergi íinnars staðar. Ef aðeins væru til góðir menn, þyrfti ekki að óttast vetnisorkuna. Hún mundi þá geta orðið til ómælanlegrar hlessunar. Þess vegna nær það engum tilgangi að eyðileggja vetnisvopnin, þau verða smíðuð aftur, ef valdagræðgi og mann- vonzka situr í liásætinu. Aldrei liefur það verið auðsærra en nú, að það er aðeins ein leið til, sem foröað getur oss frá glötun, og það er leið Krists. Það er leið kærleikans og sannleikans. Vegur fjandskap- ar og haturs liefur ávallt endað í dauða. Ef lialdið verður til þeirrar áttar mikið lengur, boðar það ekki lengur hörmungar °g ógnir á takmörkuðum landsvæðum og meðal einstakra þjóða, hehlur tortíming alls h'fs á jörðu. Um þetta efast varla nokkur framar, sem vit hefur á. Aldaskiptin Hafi menn loksins skilið þetta til fulls, hví þá ekki að draga af því hinn eina ólijákvæmilega lærdóm: að snúa við og velja leið Krists? Og ef sjálfir fangaverðir menningarinnar, sem geyma rétt- lætið í dyflissum, eru nú farnir að óttast um afdrif sín, þá eiga þeir sér aðeins eina von og þá, sem Páll og Sílas bentu á ^vrir ævalöngu: Trú þú á drottinn Jesú, og þú munt hólpinn verða og heimili þitt. Vér, kristnir menn, trúum því, að það verði hann, sem kem- 11 r- Vér trúum því, að loksins fari að verða þroskaður á tré hörmunganna sá dýri ávöxtur reynslu, skilnings og þekking- ari sem bendir oss á réttan veg. Vér trúum því, að loks muni þjóðirnar leggja niður vopnin og taka að fara aðrar farsælli

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.