Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 37
Prestur og lögregluþjónn ArIÐ 1253 var samþykkt, að þar sem landslög og guðslög greindi á skyldu guðslög ráða. Þessi samþykkt er enn í gildi í löggjöf þessa lands og er ein sérstæðasta í sinni röð. Ég liygg að livergi sé hliðstæð samþykkt í löggjöf annarra þjóða. Mér hefur oft komið í liug þessi samþykkt í sambandi við dagleg samskipti manna. Sem þjónandi prestur gerði ég mér grein fyrir, hve þetta er þýðingarmikil samþykkt. Þótt hún hafi uppliaflega verið gerð til þess að kveða niður deilur milli höfð- úigja og leikmamia annars vegar og klerka og biskupa hins veg- ar, þá gildir liún ennfremur um það, er ágreiningur verður á unlli landslaga og samvizkunnar, guðsraddarinnar í brjósti uiannsins. Samvizkan segir stundum, að ekki eigi að refsa í vissuin tilfellum, en lögin krefjast hins vegar refsingar. Sam- vizkan segir, refsing er ólögmæt, ef hún spillir þeim, sem fyrir benni verða. ÖIl lög miða að meira öryggi til handa einstakling- unt og heildinni, því ldýtur beiting þeirra að hafa þann til- gang að menn batni af, verði betri. Annað væri á móti guðs- lögum. Sá er andi í guðslögum, að ekki be.ri að refsa fyrir livert brot heldur segir hann: fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Oft gera menn á ann- ars lilut bæði óvil jaudi og vitandi vits, svo að menn myndu vera ' sífelldum erjum og jafnvel stríði, ef andi guðslaga hvetti Uienn ekki til fyrirgefningar. 1 hverjum manni er nokkur sjálfshyggja, umhyggja fyrir bonum sjálfum, en minna tillit tekið til annarra. Þess vegna harf að áminna menn og livetja til þess að gera rétt. Vitur mað- ur hefur sagt: „Gerðu ekkert, fyrr en þú hefur gert þér grein fyrir, hvað þú ætlar að gera“. Presturinn, sem starfar sam- kvaemt anda guðslaga og á að gefa gott fordæmi í orðum og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.