Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 49
KIRKJURITIÐ 239 Þrír prestar hlutu lnigvísindastyrk. Séra Jakol) Jónsson, 40 þús. kr., til aó vinna aiV og gefa út doktorsritgerð sína uni kímni og hæðni í Nýja Testamentinu. Séra Sigurður Pálsson, 20 þús. kr., til að ljúka bók um tnessuna. Séra Jónas Gíslason, 20 þús. kr., til að rannsaka sögu siðaskipt- ttnna, einkum þátt Gissurar Einarssonar. Afialfundiir Prestafélags tslands verður haldinn í Iláskóla íslands 20. júní n. k. og liefst kl. 9 f. h. Rædd verða mikilsverð atriði varðandi störf og kjör stéttarinnar. Wilhelm fíechmann myndskeri hefur nýlega lokið smíði á skírnarfonti fyrir Vatnsfjarðarkirkju. Er hann hinn smekklegasti. Hefur annan í smíð- 'ttn fyrir Ogurkirkju. Þessi listamaður hefur mikinn áliuga á skreyting kirkna og er mjög sanngjarn í viðskiptum. Pið hátíftamessuna í Háageriiisskóla s. 1. páskadag, harst væntanlegri Rústaðakirkju dýr og fögur minningargjöf. Voru það tveir sjö arma kerta- stjakar úr silfri, gerðir í Svíþjóð eftir sérstakri teikningu, einfaldri en t'tjög smekklegri. Gefendur stjakanna eru frú Margrét Runólfsdóttir á Melavölluin (Nú Rauðagerði 23, Rvk.) og börn hennar. Eru þeir gefnir •■1 minningar um eiginmann Margrétar, Hjiirt Jónsson, alkunnan merk- isinann, sem lézt 12. des. 1957, aðeins 48 ára að aldri. Hjörtur var í safnaöarnefnd liins nýja Rústaðasafnaöar og er vissúlega v<d til fallið að af minningu hans skuli í framtíðinni hcra hirtu um þann helgidóm, sem hann liafði áhuga á að risi sem fyrst af grunni innan sókn- arinnar. Þótt honum entist ekki aldur til að vinna nema að fyrsta undir- Itúningi jiess máls, standa nú vonir til, að skriður komist á framkvæmdir þess innan skamms. Kirkjan aií Úlfljótsvatni í Grafningi hefur hlotið gagngerða endurhót. Biskup íslands vígir liana á Hvítasunnudag. Sncebjörn Jónsson smiður í Reykjavík vinnur að smiði forkunnar vand- aðs prédikunarstóls, sem hann og kona hans liafa heitið að gefa hinni nýju Orafarneskirkju í Grundarfiröi, sem verið er að reisa. KIRK JURITIÐ Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 70 krónur. Afgreiðslu annast Ingólfur Þorvaldsson. Sími 36894. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.