Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 42
Umburðarlyndi í trúmálum Islenzka þjóðkirkjan er af sumum talin ákaflega frjálslynd og umburðarlynd í kenningum og stefnu. Það hefur verið sagt henni til hróss, og það hefur líka verið sagt henni til lasts. Og hvort tveggja á við nokkur rök að styðjast. Trúarlegt um- hurðarlyndi er eitt bezta tákn um sannmentað hugarfar, sem virðir og metur skoðanir og tilfinningar annarra, og gengur leiðina fram til frjálsrar liugsunar og sannra framfara. En trúarlegt umburðarlyndi getur líka orðið að tómlæti og kæru- leysi gagnvart stærstu og fegurstu viðfangsefnum á þroska- braut mannkyns og þannig stefnt út í sljóleika og linignun alls, sem nefna mætti menntun og meimingu. Það er sjálfsagt hægt, því miður, að benda á slíka aðstöðu íslenzku kirkjunnar, en þó mun það ekki enn liafa sett sinn blæ á starf hennar og svip, þegar skyggnzt er bak við yzta hjúp- inn, sem margir segja að sé litaður af kæruleysi um trúmál og jafnvel öll andleg viðfangsefni. Sanni mun nær, að íslenzka kirkjan hafi borið gæfu til að vera þarna komin feti lengra flestum öðrum þjóðkirkjum til þess, er koma skal. En það er einmitl það umburðarlyndi og skilningur, sem ekumeniska lireyfingin eða Alkirkjuráðið er nú að flytja heiminum með samstarfi lielzt allra kirkjudeilda og trúflokka. Lengra verður víst nauinast gengið í umburðar- lyndi og samúð með trúarskoðunum hinna ólíkustu einstakl- inga og kirkna. Sú var tíðin, að margir urðu að týna lífi og limum fyrir trú- arskoðanir sínar. Ofsóknir, þröngsýni og ofstæki í skoðununi verður ætíð svartasti skugginn á ferli kirkjunnar, og þar stend- ur íslenzka kirkjan álengdar að mestu, þótt einnig hún eigi þar sínar óhugnanlegu minningar. Eitt hið fegursta dæmi, um það frjálslyndi, þann anda, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.