Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 8
198 KIRKJURITIÐ Þjónsheitið var ekki virðingartitill á dögum Páls, það var auðkenni lítilmótlegrar stéttar. En í eyrum kristinna manria var það tignarheiti. Sjálfur Frelsarinn liafði lielgað það. Hann var þjónninn. „Guðs einkason gjörðist vor þjón þá græddi liann mein og kvíða“. Eg er á meðal yðar eins og sá er þjónar, sagði liann, og sá, sem vill vera fremstur skal vera allra þjónn. Og Iiver var þjónnsta lians? Að flytja orðið frá Guði, boðskap- inn um kærleik lians, orðið um sýknun sekra, nýtt líf og eilíf- an sigur. Að hjálpa, líkna, leggja sína lielgu liönd á eyrnsli og undir líkama og sálar, veita hryggum liuggun, veikum styrk, hrelldum frið. Og allt þetta, alla þessa þjónustu innsiglaði hann með fórn sinni á krossi. Því að Mannsins sonur var kom- inn til þess að þjóna og láta lífið til lausnargjalds fyrir oss, hann einn fyrir oss alla. Og hann vildi halda áfram að þjóna, halda áfram að gefast mönnum, tala til þeirra lífsins orð, græða meinin, gera þá vitandi um föður sinn himneskan og eilífa köllun sína, gera þá að börnum Guðs og systkinum inn- byrðis. Þess vegna er kirkjan til. Ég er á meðal yðar eins og sá, er þjónar, meðal yðar í kirkju minni, í samfélagi játenda minna, alla daga, allt til enda veraldar. Þetta segir Kristur, liinn lifandi Kristur, segir það í dag. Og þótt mismunur sé á þjónsstörfum í kirkju hans, þá miða þau öll að einu. Þau eru lijálparþjónusta Krists sjálfs við oss mennina, sem liann elskar. Og í lieilagri skírn erum vér allir vígðir til þeirrar vegsemdar að bera mynd Guðs sonar, sem gjörðist þjónandi bróðir vor. Kirkja Jesú Krists er flokkur bræðra og systra, þar sem einn á að styðja annan til þess að hlýða og fvlgja og líkjast honum, og bera honum vitni í verki og orði. Og til þess að árétta þessa almennu köllun allra kristinna manna og hahla henni vakandi liöfum vér kennimenn í kirkjunni, sérstaka þjóna, sem eru „teknir frá Guði til handa“, eins og segir í Postulasögunni, menn, sem Drottinn gefur söfnuði sín- um til þess að gæta logans á helgum arni hans, glæða neistana. Þjónusta lieitir á kirkjunnar máli frá fornu fari embætti, en það er samstofna orð við ambátt, hugmyndin á bak við m. ö. o. sú sama og enn er gegnsæ í orðinu djákni, aðeins er hún tjáð með ennþá sterkari líkingu, svipað og þegar Hallgríjnur segir: Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aft- ur á mig. Kennimannsþjónustan í kirkjunni er að grundvallar-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.