Kirkjuritið - 01.11.1963, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.11.1963, Qupperneq 30
412 KIRKJURITIÐ gefa keisaranum það, sem keisarans er, þakka ríkinu það, sem það gerir vel, svo sem að sjá um að menn eru flestir læsir, skrif- andi og reiknandi. Hins vegar verður ekki lijá því komizt að benda mönnuni á það, sem ríkismenningin kemur til leiðar á óbeinan liátt. f prófskólakerfinu er æskilegast að nemendur líkist þéttum pott- um, sem liægt er að liella í eins miklu fræðsluefni og skrifað stendur í lögum, og liella síðan iir á tilsettum tíma eins miklu og þarf til að standast próf. Þegar út í lífið kemur, þá sýnir sig oft að ýmislegt vantar af því, sem liefði þurft að láta í pottana, t. d. salt. Súpan verður dauf, leiðinleg og andlaus. Stundum vill bún brenna við og verða römm. Þess vegna læra sumir aldrei að átta sig á köllun sinni í lífinu. Þegar frændþjóðir vorar bafa kennt heimilisfræði eða fjölskyldufræði eða bugsjónasögu í svo sem áratug, þá spyrjum vér: Hvað er fjölskyldufræði, bvað er hugsjónasaga? Yér erum a. m. k. alls ekki við því búnir að kenna þessar greinar. Segja má a& frœSslan gangi furðu vel, en uppclditi kagast hja- ríkinu. Það verður KA-uppeldi. Ríkismenningin befur til- lineigingu til að fá á sig sama svip ofan frá og niður úr: Ríkis- útvarp, ríkisleikhús, ríkiskirkja, ríkisspítalar, ríkisútgefnar námsbækur. Hér við bætist svo sérhlífni auðmannanna og ráð- deildarleysi alþýðu. Andleg menning dregst aftur úr hinni verk- legu samkvæmt kunnu lögmáli, tbe law of cultural lag. Annað kemur einnig til greina: Nauðsynleg menning ver'har aS víkja fyrir ónauSsynlegri. Skólastjórar vorir liafa undanfar- ið gengið hér um borgina lil þess að leita að kennurum lil kenna móðurmálið í unglingaskólimum, kenna íslenzkum ungl' ingum íslenzka tungu. Og það gekk erfiðlega að fó menn til að bætta í miðju námi til þess að bæta úr þcssarri brýnu þörf þjðð- félagsins, að kenna unglingunum hversu nota skuli móðurinál- ið. — Þótt skortur sé á kennurum, þá er samt nóg til af fólkn sem vill standa á fjölum leikliúsa og leika þar níðinga og iH' menni, eða mönnum, sem spila vilja fyrir danzi hálfar nsctm eða syngja dægurlög. -— Það er ekki að ástæðulausu að beirnS' frægir vísindamenn og bugsuðir tala um sýkingu menninga'- innar, eins og Albert Schweitzer, Ericli Fromm og margir fleirn Ríkið ver miklu fé — ekki til þess að lækna menningarsjúk- dómana, heldur til þess að ala á þeim fyrst og lækna síðan

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.