Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 12
Sigurbjörn Einarsson:
Þér heilsar sól
í'Yýfí' rsprédiku n
Fyrsta sól nýs árs var að lieilsa fyrir stundu. Hún er í dag
eins og í gær og lieilsar sama heimi.
Enn er liún lágt á lofti en mun liækka og síðan lækka aftur.
Þannig fer hún liringinn sinn, sem þó er enginn hringur, eða
livað sagði ekki Galilei?
Gangur sólar er aðeins til í mannsliuganum, bæði árleg um-
ferð liennar og það, sem vér í daglegu tali nefnuin sólarliring.
Það er jörðin, sem snýst, veltir sér um sjálfa sig og fer í sínu
Irausta tjóðurbandi kringum sólina einu sinni á ári.
Samt tala menn um þessi fyrirbæri eins og þau koma fyrir
sjónir, án þess að fást um, livað sá talsmáti er gamaldags og
gengur freklega í berhögg við alla stjörnufræði.
Og á þessum morgni syngjum vér sálminn lians Matthíasar,
vorum að enda við að syngja liann núna, liann er með réttu
talinn snilld, eitt hið andríkasta orðsins listaverk á tungu vorri,
og þar er þó líka gengið í herhögg við alla stjörnufræði, sólin
fer í liring, auk alls annars, sem liún er látin gera og er í mót-
sögn við vísindalegar kennslubækur, meira að segja kennslu-
hækur unglingastigsins. En andagift af þessu tagi hefur ekki
enn verið stefnt fyrir rannsóknarrétt vísindanna, nema þegar
liöfundar Biblíunnar eiga í hlut, þá þurfa svo margir að gagn-
rýna „úrelta lieimsmynd“ og „barnalegar liugmyndir“, þá þarf
að gera Biblíuna vafasama, tortryggilega, jafnvel marklitla í
lieild, af því að liún talar mannamál um náttúruna, daglegt