Kirkjuritið - 01.01.1965, Side 60
Bjarni SigurSsson:
„Útvarpsmessa44
Meft’ sanni má segja, að það sé létt verk og stundum löður-
mannlegt að finna að því, sem er. En furðulega seint áttum við
okkur á, liversu fráleitt er að ætla sér að flytja heim til fólks
messur og aðrar kirkjulegar athafnir á öldum ljósvakans. Það
sýnir raunar gerst, hve kirkjurækni er rótgróin, að „útvarps-
messurnar“ svo kölluðu skuli ekki þegar hafa riðið henni að
fullu. Og allt af keniur það áþreifanlegar í ljós, að kristnin
var þjóðunum gefin einmitt „í fylling tímans.“ Hefði hún t.a.m.
ekki gefizt heiminum fyrr en á öld „útvarpsmessunnar“, liefði
postulunum verið ofaukið.
Hafa menn ekki áttað sig á, að það er árangursríkara og
veigameira að flytja tug manna kenningu með áhrifamiklum
liætti en tugþúsund með áhrifasnauðum. Sú forsenda helgar
m.a. árangurinn af aðeins þriggja ára prédikun Krists. Og þó
að múgsefjendur nútímans geti lagt lieiminn að fótum sér á
hálfri stundu, þá á það ekki við um boðskap kristindómsins.
Hann er ekki tímasprengja, liann er sæðið, sem grær og vex og
verður ekki heldur upprættur þar sem liann hefir eitt sinn
skotið rótum. Tíminn er þjónn hans, en banabiti dægurflug-
unnar.
Og messan? Reynsla aldanna er deigla liennar. Og þeirri liug-
vitsamlegu reynslu bjó ahlrei í grun, að til yrði útvarp. Messan
á að vera áhrifaríkasta tæki kirkjunnar. En ef saltið dofnar,
með hverju á þá að selta það? Hver liefði nokkurn tíma þolað
píslarvætti, ef menn hefðu allt af látið sér lvnda „útvarpsmess-
ur.“? En „blóð píslarvottanna var útsæði kirkjunnar.“
En sjúkir og aldraðir? — Þeir, sem ekki eiga lieimangengt,