Kirkjuritið - 01.01.1965, Síða 70
64
KIKKJUltlTIÐ
„Þú mátt ekki berja mig, því að Guð sér til þín“. Kom þetta
svo við hjartað í gamla manninum, að lionum féllust liendur.
Líklegt er, að þessi trúartilfinning vaki ekki alltaf í hjarta
hvers manns, svo sem dæmin sanna. En livernig skal því komið
til leiðar, að þessi orð hljómi oftar en er í eyrum rnanna: „Þú
mátt þetta ekki, því að Guð sér til þín“. Hitt mun algengast,
að hafður sé liáttur strútsins og höfðinu stungið í sandinn.
IX.
Fórnarlund mun vera ein fegursta dygð í mannheimi. —
Eitt lítið dæmi.
Böðvar Sigurðsson hét bóndi í Reykholtsdal á fyrri liluta
19. aldar. Eitt sinn, er liann var á ferð í Reykjavík, rakst liann
á hálfnakið barn á götunni. Og þegar hann komst að því, að
foreldrar þess gátu á engan hátt séð því farhorða, klæddi liann
barnið í nauðsynleg í’iit og reiddi það fyrir framan sig lieim til
sín og fóstraði það án endurgjalds.
Þessi bóndi og kona lians gengu barninu í foreldra stað og
ræktu þannig á fegursta hátt lilutverk liins miskunnsama Sam-
verja.
Þessu líkir athurðir eru eins konar prédikun, sem vert er
að flytja, en of sjaldan gert.
Þó að ófriðarský grúfi oft yfir, má ekki láta þau byrgja sér
sýn, lieldur skal grafið eftir gullinu í mannssálinni, sem finnst
óendanlega víða, ef leilað er.
X.
í listasafni í New York er geymt málverk, sem gengur undir
nafninu Hinn lifandi Kristur. Þetta málverk á furðulega sögu.
Málarinn sjálfur var örsnauður og var lengi að safna fé til
þess að geta keypt sér striga undir málverkið. Það tók liann
langan tíma að ljúka þessu listaverki. Þegar verkið var full-
gert, mátti sjá þetta: lnn við gafl vinnustofunnar hlasti við á
háum myndatrönum höfuð Ivrists á bláum grunni eins
og liluti af himinhvolfinu í Ijósaskiptunum á kvöldin, áður en
stjörnurnar fara að blika.
Málarinn liorfði hugfanginn á sitt eigið listaverk. Hann
fann eitthvað af Kristi sjálfum í myndinni — og auðnaðist að
lifa sig inn í þessi orð Hallgríms: