Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 17

Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 17
KIItKJUItlTin 399 Þeir vestrænu þjóðfélagshættir, sem lýsa sér í virðingu fyrir einstaklingnum, umhyggju fyrir sjúkum og munaðarlausum, eiga upptök sín í siðaboðskap Biblíunnar. Menn geta ekki þurrkað ættarmótið úr svip sínum né erfðavísa úr frumum lík- ama síns, ])ólt þeir afneili foreldrum sínum eða sýni þeim h'tilsvirðingu, og engum tekst að þurrka út álirif Biblíunnar á daglegt líf og menningu þeirra ])jóða, sem liafa lilustað á boðskap bennar kynslóð cftir kynslóð, jafnvel þótt þær af- neiti lienni. Þau álirif birtast jafnvel í skjaldarmerki vor Is- lendinga, því að landvættirnar í því eru til vor komnar úr spádómsbók Ezekíels, þar sem þeim er lýst í I. kap., 10. versi, enda ])ótt uppruni þeirra sé miklu eldri, eða austan frá Sumer. Það orð er dautt, sem ekki vekur einhverja hugmynd, — einhverja innri sýn Iijá viðtakandanum. Biblían birtir oss stór- fenglegar sýnir, allt frá sköpunarsögunni í I. bók Móse til sýn- anna í opinberunarbók Jóliannesar. Þær innilegustu og dýpstu sýnir ])irtast oss þó í dæmisögum Frelsara vors. Það er því ekki eingöngu útslitið orðatiltæki í munni gasj)rara að tala um Biblí- una sem liið’ lifandi orð Guðs, lieldur sannleikur -— sann- leikurinn um liinn óskiljanlega leyndardóm, sem líf mann- anna er, oft og tíðurn á villigötum og þyrnum stráð — sann- leikurinn um hið óskiljanlega hjálpræði Guðs, er orð Hans hirtist í holdi manns og hjó með oss. Þess vegna er og verður Biblí an ekki eingöngu inerkilegasta bók í menningarsögu mannkynsins, lieldur svar við eilífum spurningum mannssálar- innar. Þess vegna er og verður hún Bók bókanna. NOKKUR HEIMILDARRIT: ðvi-Yonali, M. & Kraeling, E. G.: Our Living Bible. London 1962. Keller, \V.: The Bilile as IListory. London 1961. Berklots, H. G. G.: How tlie Bihle Ganie to Us. Bungay 1959. Thorwald, J.: Maelit und Geheimnis der friihen Arzle. Munchen 1962. Childe, Gordon: Wliat Happened in Ilistory. Hannondsworth 1964. °e Burgh, W. G.: The Legacy of llie Ancient World. London 1961. Montagu, Ashley: Anthropology and Human Nature. New York 1963. Orthbrandt, E.: Illustriertc Gesichte Evropas. Munchen 1965. Rirket-Smith, K.: Gesiclite der Kullur. Munchen 1948. Teilhard de Chardin, P.: The Phenomenon of Man. London 1961. L.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.