Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 23

Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 23
KIRKJUniTIÐ 405 Hann var forseti Guðspekiféla"sins frá 1920—’28 og ritstjóri Ganglera 1926—’30, skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum 1928— 1938 og fræðslumálastjóri 1939—’44, en varð að liætta því starfi vegna heyrnardeyfu, sem þjáði liann all-mjög síðustu ár æv- innar. Hann liefur þýtt tvær merkilegar bækur: Skapgerðar- Hst (eftir Ernest Wood) 1924, og Stefnumark mannkyns (eftir Lecomte du Noiiy) 1951, og nokkrar ritgerðir eru eftir hann í Ganglera og víðar, en þó færri en ætla mætti og vinir lians hefðu óskað. Stafar það m. a. af því, hvernig hann samdi ræður sínar og fyrirlestra og festi ekki ávallt á blað, og er að því eftirsjá mikil. Séra Jakob var tvíkvæntur. Fyrri kona lians, Helga Jónsdótt- ir, lézt 26. maí 1940, en aftur kvæntist hann 6. febrúar 1946 Ingihjörgu Tryggvadóttur frá Halldórsstöðum í Bárðardal, og hfir hún liann sinn. Báðar voru þessar konur mikilliæfar, l|nnu lionum af djúpum skilningi og voru honum dýrmætir h'fsförunautar. Ollum vinum séra Jakobs var það kunnugt, hvílíkt ljúfmenni hann var, hreinhjartaður og ástúðlegur í umgengni, enda átti hann grónum ástsældum að fagna í æskusveit sinni, meðal lærisveina sinna og hinna mörgu vina, er hann eignaðist á langri h'fsleið. Enda þótt li ann væri innliverfur og yndi sér hetur í einveru en glaum, skein af lionum svo mikil góðmennska og göfugmennska, að mönnum varð ósjálfrátt lilýtt til hans. Og sú Prédikun her af öllum öðrum. V í S A Pá cr drauma þrotin stund, l»á er sjónarhringur fagur, ]>á skal kasta þunguin blund, þá er runnin inikill dagur. Sigur'öur BreiSfjörS.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.