Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 27

Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 27
KIIIKJUIiITIÐ 409 að liann liafi verið nákunnugur postulum lians, setið m. a. með þeim örlagaríka ráðstefnu. Er það ekki annars líka dálítið undarlegt, að menn, sem eru liandvissir um, að það sé hægur vandi að skapa persónu eins og Jesúm Krist, skuli ekki að gamni sínu búa til viðlíka frásagnir og guðspjöllin? Eða stingur þá einhver broddur af alkunnu svari Talleyr- ands, þegar maðurinn kom til Iians og kvartaði yfir því, að svo fáir vildu aðhyllast ágætis trúarbrögð, sem hann hefði fundið upp og tækju kristindóminum langt fram. Talleyrand sagði honum sem var, að við því væri aðeins eilt óbrigðult ráð. Hann yrði að láta krossfestast fyrir þau og rísa síðan upp frá dauðum. Predikuniri Hún er mikið á dagskrá í öllum kirkjum. Víðasl er því haldið Irain, að henni sé ætlaður of mikill tími í guðsþjónustunni. Fólk sé almennt liætt að hlusta nokkuð til lengdar, það vilja sjá. Ég tek lil íhugunar þrjár stuttar tilvitnanir úr gréinum þriggja inanna, sem velta málinu fyrir sér frá þrcm mismunandi sjónarmiðum, í ensku kirkjublaði. Almennur kirkjugestur segir: „Ég verð að byrja á því að segja eins og er, að mörgum predikurum virðist ekki vanþörf á að fá tilsögn um undirstöðu- atriði allrar ræðugerðar frá fornu fari — að liafa sem sé eitt- hvað að segja og vita hvernig þeir eiga að koma orðum að því. Ég er sannfærður um að guðfræðideildirnar eiga mikla sök á þessu. Það er nú einu sinni svo, að flestir kirkjugestir lialda enn, hvort sem það er rétt eða rangt, að predikunin sé höfuðatriði guðsþjónustunnar, en raunin er sú, að fjöldi presta kann ekki uð halda ræðu. Þeir eru lireinustu klaufar við efnisskipun, framsetningu og flutning.“ Þessi höfundur vill að vísu ekki fella niður alla predikun, ®n taka upp umræður prests og safnaðar um trúmál o. fl., sem koini í stað liennar að nokkru leyti. Þjónandi prestur lieldur því fram að predikunin liafi enn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.