Kirkjuritið - 01.10.1965, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.10.1965, Qupperneq 32
KIRKJURITIÐ 414 ir aðrir velunnarar Biblíufélagsins. Auk þess vorn boðnir full- trúar frá Sameinuðu Biblíufélögunum, brezka, danska og skotska Biblíufél. Biskupinn yfir Islandi prédikaði við hámessu í Dómkirkj- unni, sunnudaginn 17. október. Hann minntist í lok ræðu sinn- ar ábrifamáttar Guðs orðs, útbreiðslu þess meðal þjóða lieims og lieillaríkrar starfsemi Hins íslenzka Biblíufélags. Afmælisbátíðinni í Dómkirkjunni um kvöldið stjórnaði biskupinn. Ávörp fluttu kirkjumálaráðberra, Jóliann Hafstein, próf. Björn Magnússon fyrir liönd liáskólans og guðfræðideibl- ar. Aðalritari Sameinuðu Biblíufélaganna, dr. Olivier Béguin, flutli erindi. Kveðjur fluttu dr. Jolin H. Williams, fulltrúi Hins brezka og erlenda Biblíufélags og Mr. David McGavin fyrir liönd Hins skotska Biblíufélags. Páll Kolka, læknir, flutti erindi um Biblíuna og menninguna. Organleik — dásamlegan — ann- aðist dr. Páll Isólfsson. Gjafir bárust félaginu, frá kirkjumálaráðlierra, Ijósprentuð útgáfa Guðbrandsbiblíu og frá fyrirtæki einu í Reykjavík 20. þús. kr. — Síðar liafa fleiri gjafir borizt Afmælissjóði. Stærst og ánægjulegust slíkra gjafa kom frá sóknarnefnd Neskirkju í Reykjavík, 15 þúsund kr. Amælisrit 11 iblíufélagsins var seint á ferðinni og liefur enn ekki verið sent út á land. Helmingur upplagsins kom daginn fyrir afmælisbátíðina og seldist megnið af því í anddyri kirkna og samkomuliúsa í Reykjavík og nágrenni. Ritið þykir margra liluta vegna eigulegt. Verð í láusasölu er kr. 100,00. Tíu eintök, árituð af erlendu fulltrúunum, verða seld á kr. 500,00 livert. Ágóði rennur í Afmælissjóð, sem kostað liefur útgáfuna. Það eru vinsamleg tilmæli stjórnar Biblíufélagsins, að söfn- uðir og félög um land allt, er meta að nokkru starfsemi jiess, taki nú að sér sölu Afmælisritsins og sendi pantanir sínar sein aBra fyrst til skrifstofu biskuos, eða undirritaðs, póstbólf 24.1, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.