Kirkjuritið - 01.02.1967, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.02.1967, Blaðsíða 4
50 KIRKJURITIÐ feti skemur en Þórólfur Mostraskeggur, sem eigi dirfðist að líta óþveginn liið helga fjall. Og ég fæ ekki betur séð, en að þessi fornmaður, sem kallaður var heiðinn, liafi gefið okkur, sein kristin köllumst fagurt fordæmi, einskonar ellefta boðorð, sem verið gæti eittlivað á þessa lund: „Eigi skaltu óþveginn líla til helgidómsins/“ Vera má, að Þórólfur liafi átt við vatns- þvottinn einan saman, og er það rauuar líkast, en þótt svo sé, missir þessi fagri siður samt ekki gildi sitt. A liverjum degi hljótum við að umgangast lielgidóma, oft marga. Hver maður á sinn lielgidóm, sína eigin sál; það er hans lieilaga fjall, sem livorki hann né aðrir mega líta óþvegnir til, livort sem það er baðað sól með bláan himin að baki, eða úrg þoka og liríðarél liylur tinda þess. Það er liluti af hinu mikla fjalli eilífðarinnar, liinni miklu allieimssál, þar sem allir eiga griðland, þrátt fyrir ólík sjónarmið, ólík viðfangs- efni og ólík þjóðerni. En þess er, því miður, ekki ævinlega gætt sem skyldi, að umgangast þennan helgidóm eins og vera ber. Mörgum hættir við að gera sér ekki ljóst live djúp, jafnvel óafmáanleg áhrif það getur liaft, hvort við lítum á lielgidóm lijartans þvegin eða óþvegin. „... þel getur snúizt við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ segir Einar Benediktsson. Margir liafa beðið andlegt skipbrot af því að þeir gættu þess ekki að mæta meðbræðrum sínum með skilningi og góðvild, þegar þeir þurftu þess og væntu þess, — og mættu svo sjálfir kulda og tortryggni annarra, þegar þeir þurftu á skilningi og hróðurhug að lialda. Eitt af því sem virðist vanta tilfinnanlega í uppeldismenn- ingu okkar er, að kenna börnunum, þegar á unga aldri, að meta gildi lielgidómanna og umgangast þá svo sem vera ber. Með því að kenna þeim það, mundum við þó áreiðanlega hjálpa þeim bezt til að umgangast sinn eigin helgidóm, — sína eigin sál. Sál barnsins er einliver sannasti helgidómur á þess- ari jörð; þann helgidóm má ekki flekka með reiðisvip og ónærgætni við hina næmu strengi barnssálarinnar. Jafnvel augnatillit okkar, livað þá orð, geta fylgt barninu inn í fram- tíðina og skinið þar eða liljómað alla ævi þess —- og jafnvel yfir í aðra ættliði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.