Kirkjuritið - 01.02.1967, Side 30

Kirkjuritið - 01.02.1967, Side 30
76 KIItKJURITIÐ vér, með einlægum ræktarliuga, þakkarskuldar vorrar við ætt- jörð vora, feður vora og mæður. Með þá miklu þakkarskuld í liuga, er oss liolt að íliuga þessi sannleiksorð Fagraskógar- skáldsins. Til nýrra dáSa knýr þaS margan mest, aS minnast þess, sem fortíS gerSi bezt. Davíð Stefánsson liefir einnig ort lireimmikið og efnismikið kvæði, sem hann nefnir „Á vegamótum“. Þar eggjar hann les- endur sína til að sækja á þroskans bröttu fjöll, hugsjónanna háu tinda, þótt sú braut sé hæði brött og grýtt og langt á leið- arenda. Ég lýk máli mínu með lokaerindinu úr þessu íturhugs- aða kvæði skáldsins, sem bæði er andvarp úr djúpi sálar lians og bæn, sem bergmál finnur í brjóstum vor allra: Drottinn himna og heima, herra dags og nœtur, á þig einan hrópar allt, sem kvelst og grœtur. Láittu lýSi alla leiSir réttar finna. Láttu Ijós þitt vera lampa fóta rninna. Svo segjum vér með sálmaskáldinu. „Ó, blessa, Guð, vort feðrafrón!“ Af sama liuga biðjum vér blessunar löndunum, sem vér búum í bér í álfu, vöggustað sona vorra og dætra, og þeirra barna, fósturmoldinni, sem felur í faðmi sér mörg lijart- fólgnustu ættmenni vor. Heimur skáldanna er í landeign ódauðleikans og sumar hendingar þeirra tíöindi þaöan. — Guðmundur Friðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.