Kirkjuritið - 01.02.1967, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.02.1967, Qupperneq 28
KIRKJURITIÐ 74 faldlega verðskuldað, þegar Barnalijálparsjóði Sameinuðu Þjóðanna voru veitt Friðarverðlaun Nóbels síðastliðið liaust. Og ánægjulegt er að geta sagt það hiklaust og ýkjulaust, að í allri friðarviðleitni og menningar- og mannúðarstarfsemi Sameinuðu Þjóðanna hafa Norðurlönd, að Islandi meðtöldu, staðið framarlega í fylkingu, og ekki sjaldan skipað þar for- ustusess. Má oss Vestur-lslendingum vera það sérstakt fagnaðar- efni, hvers álits og hverrar virðingar Island nýtur hjá Sani- einuðu Þjóðunum. Sameinuðu Þjóðirnar eru brú yfir djúpið, sem skilið liefir og skilur þjóðir lieimsins. Það er undir hlutaðeigandi þjóðuni sjálfum komið, hversu traust og varanleg sú brú reynist, og þar eigum vér öll hlut að máli. Eitt er víst, að sú brú liggur í rétta útt, til friðarlandsins, sem spámennirnir, spekingarnir og skáldin, liafa séð rísa úr djúpi framtíðarinnar. En með þá við- leitni fyrir augum, er liollt að minnast kínverska málsháttar- ins: „Þúsund mílna ferðalag byrjar með einu skrefi.“ Sameinuðu Þjóðirnar hafa ótvírætt sýnt það í verki, að þær eru meira en hugsjón ein, meira heldur en fagur draumur. Þær eru lifandi og starfandi veruleiki, byggður á grundvelh kenninga Meistarans mikla frá Nazaret, hans sem réttilega hefir ldotið tignarheitið: Friðarliöfðinginn. Fyrir allmörgum árum orti ég kvæði, sem ég valdi lieitið „Kristur“. Ég vil leyfa mér að fella það inn í þessa hugleiðingu mína. Það túlkar mína hjartans sannfæringu, og er í vissuin skilningi trúarjátning mín, livað sem líður skáldskapargildi þess. Kvæðið er á þessa leið: Enn knýr þii að dyrum í kœrleika, auSmýkt og friði, enn kemur þú, Meistari, víSa aS lokuSu hliSi, enn drukknar þín áströdd í hergný, sem hamstola a>8ir, enn hnýtist þér kóróna þyrna, og sál þinni bla>8ir. Enn láta menn boSskap þinn berast sem þyt lit í geiminn, enn boSorS þín ritast í sandinn um gjörvallan heiminn. enn krossfestan aftur má kenna þig, Meistari, víSa, enn, konungur sannleiks, þér mannkyniS neitar aS hlýSa.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.