Kirkjuritið - 01.02.1967, Síða 24

Kirkjuritið - 01.02.1967, Síða 24
70 KIRKJURITIÐ En skáldið langsýna og vortrúaða lieyrði einnig mildari rödd að baki háværum bardagagnýnum, blæhvísl í æðandi storm- inum; og hann sá aðra, fagra og dásamlega framtíðarsýn rísa úr tímans djúpi. Hlýðum á orð sjálfs hans: Lágt, en glöggt ég heyrSi hvíslaS. Hug minn vermdi sunnanblœr. GuSrœnt afl úr geysi fjarlœgS gegnum stríSiS fœrSist nœr. Hélt á lofti fólksins fána: „FriS á jörSu!“ sást þar skráS. StríSs og haturs flöggin féllu, fœddist aftur vit og ráS. HorfSi ég yfir alla jörSu endurfædda. Loksins var stofnaS Alþing allra þjóSa, öllum málum ráSiS þar. 1 þessum fleygu orðum skáldsins speglast fagurlega og ótví- rætt hugsjónin að baki Þjóðabandalagsins og Sameinuðu þjóð- anna. Islenzk samtíðarskáld liafa einnig slegið eftirminnilega á sama streng í kvæðum sínum. Verður mér á þessari stundu ofarlega í huga kvæðaflokkur Guðmundar Guðmundssonar, FriSur á jörSu, sem eingöngu er lielgaður friðarmálunum- Andríkið og hjartahitinn leyna sér ekki í brennandi bænarorð- um skáldsins í formálanum að þessum kvæðaflokki hans: FriSarins guS, in hœsta hugsjón mín, liöndunum lyfti ég í bœn til þín! Kraftarins faSir, kraftaverkiS gjörSu: GefSu mér dýrSar þinnar sólarsýn, sigrandi mœtti gœddu IjóSin mín, — sendu mér kraft aS syngja friS á jörSu! Kœrleikans guS, af sál mér sviptu hjúp, sjón minni birtu lífsins eymda-djúp, þaSan, sem andvörp þúsundanna slíga! Sjá, fœtur þína tárin titra viS, tindrandi augun mœna’ og biSja’ um friS, — friSarins dögg á hrjóstrin láttu lmíga! 1 þessum anda er kvæðaflokkurinn allur. Skáldið rennif sjónum yfir farinn feril þjóðanna, sem oft liefir verið blóðí

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.