Kirkjuritið - 01.02.1967, Síða 32

Kirkjuritið - 01.02.1967, Síða 32
78 KIUKJtJRITIt) tengir kirkjudeildirnar betur saman og eykur samneyti þeirra í milli.“ I tveim erindum, sem séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup, flutti í útvarpið talaði liann umbúðalaust um endurnýjun messunnar. Getur því enginn borið þessum oddvitum annarrar fylking- arinnar á brýn að þeir sæki fram undir fölsku flaggi. Enda tala þeir og fleiri um „sísíœða messuu og „heilaga messuu til að- greiningar frá núgildandi messuformi þjóðkirkjunnar. Andmælendur þeirra, séra Jón Auðuns, dómprófastur, séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, séra Árelíus Níelsson og Andrés Kristjánsson tala beldur ekki neina tæpitungu, en lýsa skorin- ort yfir að um djúpstæðan stefnumun sé að ræða. Þetta er sagt öllum þessum mönnum til lofs. Prestastéttin íslenzka er almennt sammála um að nauðsynlegt sé að endur- skoða belgisiðabókina og er hafinn að því undirbúningur. Þess vegna er nauðsynlegt að ákveðið sé í livaða átt beri að stefna. Það er því ekki íslenzkum prestum til vanza þótt þeir rökræði þetta mál. Og brýtur ekki í bág við skyldugt bróðerni þeirra að gera það opinberlega. Og almenningur — kirkjan öll — á hlut að þessu máli og rétt á að vita sem bezt skil á þvi og taka afstöðu til þess. Eðlilegt að málið væri rætt hér í Kirkjuritinu frá báðum hliðum. Það mundi gert í öðrum kirkjum, því að þar dylst mönnum ekki þýðing þess. Það myndi sprengja ramma pistlanna ef ég færi að rökstyðja livers vegna ég bef ótrú á að víkja mjög frá þeirri látlausu gerð, sem íslenzk messa liefur mótast í á liðnum öldum og fara bina leiðina, þá, að grafa upp sístæða messu. En ég efa ekki að þeim gengur gott til, sem það vilja. Málið þarf þess vegna grandskoðunar við. Kjarni spurningarinnar er Jiessi: Með bvaða ráðum verður veröldin bezt kristnuð? Tvennt langar mig til að nefna. Eru nokkur líkindi til að það sé kirkju vorri til beilla að mikill glundroði skapist á svið* messunnar? Hafa ekki belgisiðabækur verið settar um aldir því til varnar? Og er ekki nauðsynlegt að lærðir og leikir geri sér Ijóst bvar valdið er í innri málum kirkjunnar og hverjir eigi að skipa fyrir um þau, og sjá um framkvæmd þeirra? Eftir því, sem ég bezt veit hefur Kirkjuþing réttinn til

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.