Kirkjuritið - 01.02.1967, Side 42
88
KIRKJURITIÐ
Ein þessara þjóðfélagslieilda er „fámenn valdastétt“. Hún
myndast við það, að „hinn skapandi minnihluti“ (creative
minority) verður ,drottnandi minnihluti“ (dominant minority).
Þessi fámenna valdastétt ætlar sér mikinn hlut. Takmark
hennar er að stofnsetja voldugt ríki, alríki (universal state) •
Til þessa lilutverks hagnýtir hún þrennt: Tækni, löggjöf og
lieimspekistefnur. Allt stuðlar þetta að stofnun og varðveizlu
mikilla ríkisheilda, sem engu að síður eru upplausninni ofur-
seldar.
Önnur liinna þriggja þjóðfélagsheilda er „hinn ytri öreiga-
lýður“. Sú þjóðfélagsheild er mynduð úr þjóðum eða þjóða-
brotum á útjöðrum eða landamærum liins mikla ríkis, alrík-
isins. „Hinn ytri öreigalýður“ reynir á þolrifin í samfélagslieild-
inni miklu. Hann býr yfir áræði, lireysti og ævintýraþrá. Það
er liann, sem hrindir af stað þjóðflutningum. Fyrir lians til-
verknað skapast hetjuskeið. En allt leiðir að lokum til upp-
lausnar liins hnignandi samfélags.
Þriðja og síðasta þjóðfélagslieildin er merkilegust og athygl'
isverðust. Það er „liinn innri öreigalýður“. Sú lieild er mynduð
úr hópum eða einstaklingum innan menningarsamfélagsins,
sem af einhverjum ástæðum finnast þeir vera utangátta, valda-
lausir og einskis metnir. Meðal „liins innri öreigalýðs“ skapast
sár einmanakennd. Til að gera tilveru sína bærilega leitar hóp-
urinn sér þroska og fullnægju á öðrum sviðum en ytri umsvif
og valdastaða gera eðlilegast. Þar verður trúin skjól. Því koina
fram meðal „hins innri öreigalýðs“ æðri trúarhrögð og liáleit-
ari hugsjónastefnur. — Hvoru tveggja, trú og hugsjónum „liins
innra öreigalýðs“ er að vísu liafnað meðan samfélagið hjarir-
Við upplausn menningarsamfélagsins á öðru þróunarstigi, eH
sú upplausn er óhjákvæmileg, verða trúarhrögðin hins vegai'
að frumgróða. Toynbee notar liugtakið „púpa“ (chrysalis), eH
hamurinn fellur af, fjötrar bresta og fullsköpuð birtast trúar-
brögðin. Þau eiga fyrir sér að verða „alkirkja“ (universal
churcli), ríkjandi menningarþáttur nýrrar samfélagslieildai'i
þ. e. menningarsamfélags á þriðja þróunarstigi. — Sem dæi11'
menningarsamfélaga á öðru þróunarstigi nefnir Arnohl Toy»"
bee menningarsamfélag Hellenismans og Indus-menningarsaiit'
félagið.
Menningarsamfélög á þriðja Jiróunarstigi eru komin lengst-