Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1968, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.03.1968, Qupperneq 42
136 KIRKJURITIÐ líf sitt í sölurnar, til þess að bjar";a skipi sínu og skipsliöfn úr ísnuni, seni umlykur þá á alla vegu. Með fagurt fyrirdænii skipstjórans í buga, minnir skáldið oss á það, að láta eig1 klaka eigingirninnar setjast um lijörtu vor og lama viljaþrek vort til góðra verka; samtímis lofsyngur skáldið fórnarlundina og göfgandi mátt liennar: öllum liafís verri er hjartans ís, er hertekur skyldunnar ]>or. Ef bann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær frá lietjanna fórnarstól, bræðir andans ís. Þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. Sný ég nú máli mínu sérstaklega að trúarlegu liliðinni a þessari bugleiðingu minni, og segi ég það minnugur þess, að sterkur og hljómmikill er trúarstrengurinn í liafísskvæði séra Matthíasar. En hverfum aftur að upphafsorðunum í sálmi Jóns Magiió?' sonar. Skáldið beinir þar lijartnænmm bænarorðum sínun1 til lians, sem „kyrrir vind og sjó.“ Auðsjáanlega hefur skáldið þar í huga frásagnir guðspjallanna um máttarvald Jesú yfir náttúruöflunum í æðisgangi þeirra; en frá því segir á þessa leið í Matteusarguðspjalli, og er hér fylgt íslenzku Biblíuþýð' ingunni frá 1908: „Og er liann steig á skip, fylgdu lærisveinar hans lionunu Og sjá, þá gjörði svo mikið óveður á vatninu, að skipið hul(h af bylgjunum; en liann svaf. Og þeir komu og vöktu lian11’ segjandi: Herra, bjarga þú; vér förumst. Og liann segir við þá: Hví eruð þér hræddir, lítiltrúaðir? Því næst stóð hanO upp og hastaði á vindana og vatnið, og varð blíðalogn. En mennirnir undruðust þetta og sögðu: Hvaða maður er þett11' að bæði vindarnir og vatnið hlýða honum?“ En því fer fjarri, að Jón Magmisson sé fyrsta eða eina skál^ vort, sem orðið hefur að yrkisefni dásamleg lýsing guðspja"' anna á máttarvaldi Jesú yfir æðandi stonni og reiðum sj°' Séra Einar Sigurðsson, lengst prestur að Eydölum, er uppi víl1

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.