Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 4
KIRKJURITIÐ
322
áratugi er ríkur, enda liefur það notið forustu ötulla manna
frá fyrstu tíð.
Ég vil minnast hér eins þeirra manna, sem skipuðu f°r"
mannssæti í félaginu. Það er prófessor Sigurður P. Sívertsen,
vigslubiskup. Hann var í stjórn frá upphafi, stýrði Prestafé-
lagsritinu frá byrjun og var um 12 ára skeið formaður félagsins,
virtur og farsæll. Tilefni til þess að minnast hans sérstaklega
tek ég mér af því, að Iiann á liundrað ára afmæli á þessu ári-
Vér minnumst á þessari prestastefnu með sérstökum hætti
tveggja jafnaldra hans, manna, sem mörkuðu djúp spor. Það
liefði verið maklegt að minnast sr. Sigurðar P. Sívertsens á
sama liátt, ef rúm hefði verið til þess. Hann er ekki eins fyrir-
ferðarmikill í minningu lærisveina og samtíðarmanna og hinir
tveir, en ekki stóð hann öðrum að baki um ást á málefnum
kirkju sinnar og vilja til þess að vinna henni gagn. Hann steig
ekki þungt til jarðar og stormar stóðu ekki af lionum. En allri
sinni miklu eljusemi varði hann af einbeittum alliuga í kirkj-
unnar þjónustu, og hvern þann, sem kynntist honum, hlaut
liann að sannfæra um góðvild sína og trúareinlægni.
Prestastefna Islands blessar minningu hans.
Mennirnir koma og fara, en málefnið stendur. Einn tekur
við merkinu úr annars liendi, en áfram heldur sóknin. Vér
fæðumst og deyjum og glejunumst, en kirkjan varir, Drottinn
lifir. Allir liöfum vér skamman frest til þess að skila því, sem
oss er ætlað hér í lífi. Vökum og vinnum meðan dagur er.
Það verður ekki sagt, að kirkjan liafi það sem af er þessari
öld haft blásandi byr. Vér liöfmn engir ráðist í liennar þjón-
ustu af því, að hún hafi sérstakt meðhald þeirra strauma, sein
einkum virðast ráða á vorri tíð. En það ætla ég, að vér, sem
nú berum merki liennar, þurfum ekki að öfunda þá, sem
næstir fóru á undan. Það andaði kalt um kirkjuna kringum
síðustu aldamót. Sú Evrópa, sem þá var að eignast allan lieinr-
inn og jafnframt að bíða tjón á sjálfri sér, hafði næsta tak-
markaðan skilning á gildi kristinnar trúar og hlutverki kirkj-
Unnar. Sá íshafsstraumur, sem þá lagðist að, hefur verkað á
hið andlega veðurfar til þessa dag. Píslarvætti kristinna manna
á þessari öld er stórkostlegra en áður getur í sögunni og þeirri
óöld er ekki lokið enn né séð fyrir enda liennar. Og það af-
hroð, sem kristin kirkja hefur goldið í sumum hlutum heims,