Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 42
Séra Pétur Sigurgeirsson:
nn r»
lruin
„Hvað er það að’ trúa?“
Ætti ég að svara þeirri spurningu, dettur mér í hug einíalt
dæmi. — Tveir menn voru á gangi, og þeir vom að ræða
saman um trúmál. — Þá komu þeir að túngarði, þar sem
tveir drengir voru að leika sér. — Þá sagði sá sem var að
reyna að sannfæra liinn um gildi trúarinnar.
„Hér eru tveir drengir, og ég ætla að biðja þá um að gera
svolítið fyrir mig, sem kann að útskýra fyrir þér, livaða þýð-
ingu trúin hefur.
Hann bað þá um að fara upp á túngarðinn, sem var all
hár. — Síðan gekk liann þangað nærri þeim.
Þá kallaði hann á annan drenginn og sagði.
„Stökktu nú í fang mitt,“ — og liann breiddi iit faðniinn
til þess að taka á móti drengnum, er liann stykki af tún-
garðinum. — En drengurinn stóð kyrr. Hvernig sem maðurinn
reyndi að fá hann til að stökkva, stóð hann sem fastast í báða
fætur.
Svo sneri liann sér að liinum drengnum, og sagði liið sania:
„Stökktu í faðminn minn.“ Maðurinn fór eins að, breiddi ut
faðminn og gerði sig líklegan til að grípa snáðann, er hann
stykki.
Hann þurfti ekki að orða þetta nema einu sinni, því nð
um leið varpaði drengurinn sér af garðinum, sveif í loftinw
og var gripinn öruggum liöndum.
„Sérðu muninn á drengjunum,“ sagði maðurinn svo, er þew
liéldu samtalinu áfram. — Hinn svaraði því til, að það væn
greinilegur munur.
„Yeiztu þá af liverju sá munur er? — Hann er vegna þess,
að sá fyrri þekkir mig ekki. — Hann veit engin deili á mer-
Milli okkar er ekkert samband. Hinn drengurinn er sonui
minn, -— Hann þekkir mig, og veit, að honum er óhætt að