Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 6
KIRKJURITia 324 útkoman varð sú, að nær 40 prestaköll voru skorin af fóðrum- Það getur verið liollt að líta sér fjær, ef eittlivað amar nær og návígið við dagsins örður gerist eitthvað Jningt. Og það er líka lieilnæmt að liugsa til þeirra, sem sigruðust á meiri erfið- leikum en vér eigum við að fást. Drottinn vor minnir aldrei á erfiðleika nema til þess benda á Guðs möguleika, senx í þeim eru fólgnir. Þá eigum vér að sjá og hagnýta. Það spyr margur með vaxandi þunga og ugg, livert stefni um hagi heimsins og livaða örlög verði enn yfir oss rakin úr myrkheimum mannlegra livata og hug- arfars, sem liefur glatað ábyrgð og orðið viðskila við guðleg mið. Þær blikur, senx hafa þykknað og sortnað að undanförnu, og þeir brestir, sem lostið liefur yfir úr því þykkni, boða ekkx gott. En Drottinn segir: Hefjið upp augu yðar og lítið á akr- ana, þeir eru þegar hvítir til uppskeru. Hann sagði þetta forð- um, þegar hann var rétt að liefja starf sitt, sagði það við or- fáa lærisveina sem enginn þekkti og einskis máttu sín, sagði það um lieim, sem þekkti liann að engu og vildi ekki þekkja fiann og mundi senn krossfesta hann og ætla sér að afmá nafu lians og minningu. Samt benti liann og sagði: Hefjið upp aug- un, akrarnir eru livítir til uppskeru. Mér er ætlað að sigra þennan heim og þér eigið að fá að njóta þess að fylgja mer a þeirri sigurför. Hann segir liið sama við oss í dag. Það tjóar ekki að skamma myrkrið. Þá er betra að kveikja lítið ljós, segir forn orðskviður. Vér erum til þess settir liver um sig að setja ljósið á stikuna. Kirkja nútímans er ekki á undanlialdi, þótt hún liafi víða þolað þunga raun. Hún er í sóknarliug. Hún nemur ný tök, endurskoðar sjálfa sig róttækt, kemur skírð úr eldraunum, nser víðar með boðskap sinn en áður í sögunni, stendur hetur sam- an en um aldir áður. Hún vekur eldmóð og þor, ekki sízt ungra manna, þegar hún liefur djörfung í Drottni sínum og fykrl' lionum út á nýjar og brattar brautir. Það gerist fleira en það, sem fréttum þykir sæta. Fréttaþj011- usta nútímans er einhliða og villir um í mörgu tilliti. Edt liermdarverk herst með liraða rafstraumsins um allan linött- inn samstundis. Þúsund góðar hendur, sem á sama tíina eru að líkna og græða, sjást ekki á sjónvarpsskermi. Ef drukkinn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.