Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 5
KIRKJDRITIÐ 323 á enga hliðstæðu, varla einu sinni á þeim tíma, þegar islam yar í mestri sókn. Hér á landi er ekki af slíku að segja. Kirkjan nýtur frelsis 1 frjálsu landi. En finna mætti, ef vel væri leitað, einliverja Þyrna á þeirri braut, sem þjóðkirkja íslands hefur gengið um liðna áratugi. Vér höfum sjálfsagt allir lesið ævisögu sr. Sig- tryggs Guðlaugssonar. Þar er lítillega vikið að því, livaða við- horfum hann átti að mæta, þegar hann var að byrja prests- skap. Sem dæmi er tekin tímaritsgrein eftir gáfaðan norðlenzk- an bónda og þjóðkunnugt skáld. Hann hélt því fram, að kirkj- ;|n væri byrði á almenningi, ómagi, sem alþýða hefði mikinn kostnað af en litlar nytjar. Þó taldi Iiann ekki hægt að sleppa kirkjunni af vegum ríkisins vegna þess, að hún ætti tilkall til sVo mikilla eigna og þær yrðu lienni dæmdar, hjá því yrði ekki koniizt, ef aðskilnaður vrði ríkis og kirkju. Ríkið yrði að halda kirkjunni í greipum sér, því búskiptin milli ríkis og kirkju yrðu svo þungbær fyrir ríkið, að það risi ekki undir því. Því Vaeri um að gera að koma rekstri kirkjunnar þannig fyrir, að hann yrði sem ódýrastur, og reyna jafnframt að liafa einhver llot af prestunum, sem helzt myndi mega takast með því að ^áta þá annast einhverja kennslu. Þannig var viðhorfið þá. Nú er ekki um það deilt, að sr. Sig- tryggur liafi verið frábær lnigsjónamaður, sem fyrst og fremst spurði um það, hvernig liann mætti verða þjóð sinni að sem •Hestu liði. Og hann taldi sig ekki geta þjónað landi sínu og Þjóð á blessunarríkari liátt með öðru móti en því að vinna fyrir ríki Krists. Og liann sló ekki af eða undan. Guðdómur Krists og guðdómlegt opinberunargildi Biblíunnar, þetta voru hyrningarsteinar trúarinnar og grunnur mannlegrar farsæld- ar. En lionum sveið, þegar hann fann það viðhorf, að kirkjan v®ri hyrði á ahnenningi. „Mér finnst ég ekki liugsa um gróða, °U mig tekur það fjarska sárt að geta alltaf lesið út, að þarfir Kirkjunnar séu alltof þung ánauðarbyrði“. Þetta er í bók Halldórs Kristjánssonar um sr. Sigtrygg Guð- aiigsson. Hann var einn þeirra presta, sem skiluðu ómetanlegu usverki og hugsuðu ekki um eigin ábata. En ekki var það til- 'iljun, að skipulagsmál kirkjunnar voru endurskoðuð í byrjun Pcssarar ahlar fyrst og fremst út frá þeirri forsendu, að kostn- ■''hirinn við þjónustu hennar mætti verða sem minnstur, og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.