Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 26
KIRKJURITIÐ 344 Guðs og manna, maðurinn Jesús Kristur sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla. Flettiun svo upp Tít. 2,13—14 „bíð- andi liinnar sælu vonar og dýrðaropinberunar liins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists, sem gaf sjálfan sig fyrir oss til þess að liann leysti oss frá öllu ranglæti“. Snúum nú aftur að Efes. 5,2: „Kristur elskaði yður og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir yður“. Gefum gaum að seinustu orð- unum, fyrir yður. Þau finnum vér í lítið eitt breyttri mynd á liinum stöðunum: fyrir marga, fyrir alla, fyrir söfnuðinn, fyrir oss, fyrir mig. Þannig á að lesa orð Krists, heimfæra lil sín. — Hér er auðvitað um bjálpræði að ræða, en Páll notar það til að minna á eftirbreytnina. Eins og Kristur elskað1 yður og lagði sig í sölurnar fyrir yður, svo skuluð þér og a" stunda kærleika í breytni yðar. Kristur er endurskinið af kær- leika Guðs. Sá, sem vill vera eftirbreytandi Guðs, taki Krist sér til fyrirmyndar. Þessi tvö vers, sem vér liöfum nú lesið í Efesusbréfinu, bafa gefið oss margt að hugsa og minnt oss á margt annað í Nýja' testamentinu. Þau liafa minnt oss á breytni og eftirbreytni, e11 einnig á lijálpræðið. Þetta tvennt fer saman, lijálpræðið og hreytnin. Biðjum. Yér lofuin þig, liinnieski faðir, fyrir son þinn, JeS' úm Krist, sem með lífi sínu liefur gefið oss hina fegurstu fyrir" mynd og nieð dauða sínum tekið á sig sekt allra maiina. Gj‘>r lijarta vort rótt í trúnni á elsku þína í lionum, svo að vér get- um fetað í fótspor hans. Amen. Cuðdómleiki mannsins felst í því að hann þarfnasl Guðs. — Emil Brunner■ Sé grafið nógu djúpt, finnst guðdómleiki í öllum mannssáluni Ágústínus- Sá, sem rís gegn Guði verður alltaf friðvana. — Fénélon.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.