Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 357 'im þrengingar fólksins né baráttuna gegn þjóðfélagslegu rang- læti þar í landi. Áþekkar ásakanir lieyrast úr allt of mörgum áttum enn þann dag í dag. Þetta kveður við um kirkjurnar í Suður-Ameríku, kirkjuna á Spáni og Portúgal og margar aðrar. Enginn þarf heldur að láta sér til hugar koma að rússneska kirkjan liefði Verið eins hörmulega leikin, ef hún liefði ekkert til saka Unnið. Byggingar liennar og auðævi vitnuðu gegn lienni og nrðu lienni dýrkeypt að lokum. Þótt ofsóknunum og pynt- lngunum, sem margir þjónar hennar liðu sé ekki bót mæl- andi, né það hatur, sem enn er alið á í liennar garð. Og víst þolir hún nú óþolandi ofríki. Á sjálfri Italíu, þar sem kirkjan liefur átt tryggasta aðstöðu um aldirnar og páfinn sjálfur situr, rís nú alda gegn fastlieldni kirkjunnar við ýmissa úrelta siði og baráttu liennar gegn niörgum nýmælum og umbótum. Hún liefur t. d. verið óeðlileg- nr Þrándur í götu þess að hjón gætu skilið, þótt beggja vilji V0eri, einnig stutt afturlialdsöfl á mörgum sviðum. I Bandaríkjunum berjast sumir prestar og prélátar linúum °g linefum gegn jafnrétti livítra manna og svartra. En þar l'afa líka hins vegar slíkir forystumenn og Martin Luther King °g Franklin Clark Fry, ásamt ótal öðrum, verið í fararbroddi Þ'jálslyndra mannúðarmanna og staðið í fylkingarbrjósti þeirra sem ákafast sækja á í réttindamálunum og vilja koma a friði í Viet-Nam og öllum heimi, svo sem unnt er. I sumum löndum hafa á síðustu áratugum verið stofnaðir stjórnmálaflokkar, sem kenna sig við kristni og kirkju. Það ^yrirkomulag er í raun réttri ekki ákjósanlegt. Kristin á að Vera súrdeigið, sem sýrir allt þjóðfélagið, kirkjan bræðralag allra. Því er gott að hér á landi liafa kristnir áhugamenn, lærðir °g leikir, alltaf verið í öllum pólitísku flokkunum. Og auð- sannað er, að fyrr og síðar liefur íslenzk prestastétt verið ^rjálslynd og umbótafús almennt talað. Og hví skyldi hún ekki Verða það í framtíðinni! Það er í samræmi við kristnar liugsjónir og fyrirdæmi Krists sJálfs. Og hvort sem hún er þjóðkirkja eða með lienni skilur °g ríkinu, er henni lífsnauðsyn að vera frjálsliuga og fram- Saekin. Krefjast frelsis, jafnréttis og bræðralags og friðar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.