Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 48
366 KIRKJURITIÐ legii, kristilegxi lesefni en nú er verði jafnan tiltækt fyrir eldri og yngri. 3. StuSli að fréttaniiðlun kirkjulegs efnis, innlendis og er' lendis, bæði innan prestastéttarimiar og til alþjóðar. Prestastefnan telur að stefna beri að því marki svo fljótt sem því verður við komið að ráðinn verði fastur starfsmaður er vinni að framkvæmd þeirra mála, er nefndin hefur til úrlausnar liverju sinni. Nefndarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. skulu tveir ganga úr nefndinni á næstu prestastefnu, eI1 eftir það þrír menn og tveir á víxl árlega. Nefndin starfar í samráði við biskup og gefur presta- stefnu árlega skýrslu um störf sín“. Var liún að loknum umræðum samþykkt samliljóða. Einnig kom fram tillaga frá sr. Leó Júlíussyni studd af miðnefnd, svohljóðandi: „Prestastefnan minnir á, að kristin trú og kristilegt siðga:ði er undirstaða hins lýðræðislega stjórnarfars á Islandi. Trúarler og siðgæðisleg mótun æskunnar er mikilvægasta verkefnið 1 uppeldis- og fræðslumálum þjóðarinnar. Prestastefnan telur því að við fyrirhugaða endurskoðun fræðslukerfisins ber1 kristindómsfræðslu og kristilegu siðgæði að fá jafnréttisað- stöðu á við aðrar námsgreinar á öllum stigum fræðslukerfis' ins“. Samþykkt samliljóða. Biskup livatti fundarmenn til að styrkja Biafrasöfnun Rauða Kross íslands. I því máli var þessi tillaga frá sr. Birni O. Björnssyni saiu- þykkt: „Prestastefnan skorar á ríkisstjórn Islands og íslenzku þjóð' ina að styðja sem bezt Biafra þjóðina í liörmungum hennar og réttindabaráttu“. 1 lok prestastefnunnar sóttu prestar og prestskonur hoð forseta Islands. Bæði forseti og biskup fluttu ávörp í kirkjunni. Þar var prestastefnunni slitið að þessu sinni. Síðasta kvöldið sátu prestar boð biskupsh jónanna á hebnih þeirra. Biskupsfrúin hafði áður haft prestskonur í boði sínu. Frá skrifstnfu biskups■

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.