Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 44
362
KIRKJURITIÐ
blessist. — Skólamaðuriim vinnur sín störf í trú á árangurinn-
Þegar rektor liins nýja Menntaskóla við Hamralilíð í Reykja-
víb, — Guðmundur Arnlaugsson, — setti skóla sinn í fyrsta
skipti, — þá lýsti hann þeim erfiðleikum sem nýr skóli ætti
við að stríða. — Hann kvað það mikið atriði, að vel tækist
að leysa þá og greiða fram úr hverjum vanda. — Ræðuna
endaði liann á þessa leið. „I trú á að það takist set ég skólann
í fyrsta sinn.“
I sérliverri grein daglegs lífs og verkefna liefur trúin niikla
þýðingu. Að því er snertir sáluhjálp okkar, megnar hún allt-
— Við lendum oft í svipuðum sporum og drengirnir á tún-
garðinum og sjómannssonurinn. — Þá kennir lífið okkur að
leita Guðs.
Pétur Sigfússon, segir frá því í æviminningum sínum, þegar
liann sem drengur varð að lieyja liarða baráttu:
„Fyrsta vökunóttin mín yfir túni og engjum er mér minnis-
stæð enn, og verður það aRa ævi. Þessa nótt háði ég mitt fyrsta
stríð, sem svo gat kallast, ægilegt stríð. Mig tekur enn í hjartað
á svipaðan liátt og þá, er ég minnist hinna ógurlegu átaka
nxiUi liræðslunnar eða kvíðans fyrir því að vaka aleinn nótt-
ina eilífðarlanga, — og ástarinnar til föður míns, eða viljans
að gera samkvæmt fyrirmælum lians og ósk. Ég grét og ég
skældi. Ég neitaði og játaði og neitaði aftur og orrustan var
löng og hörð, en sigurinn sem ég vann var mikill sigur og
góður.
Minningar vökunóttanna minna vor eftir vor yfir túni og
engjum eru sem ilmur af blóðbergi, björkum og lyngi,
ylur vormorgunsólar og svölum náttskugga. — Með þessum
sigri á sjálfum mér byrjaði ég víst á því lilutverki að vera
maður, — og sú byrjun var ekki sem verst.“ (tír bókinW:
Enginn ræður sínum næturstað.)
Það, sem lijálpaði honum yfir þetta djúp einveru og ótta,
var ástin til föður hans og skylduræknin, vegna þess að bann
elskaði föður sinn og vildi fara að ráðum hans. — Með þvl
trausti komst liann áfram yfir torfærurnar, og það fól í ser
bin ríkulegu laun unaðsstundanna, sem liann átti við störf
sín. Sú áliætta gerði liann að manni.
1 hinni söniu bók er sagt frá trú Sigríðar á HaRdórsstöðuW-
„Hún var trúkona mikil. .. Hún trúði því, að öRu væri stjorn-