Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 40
KIRKJURITIÐ
358
Til þess nægir ekki að berja bumbur. Það verður að lata
breytnina tala, ekki með ofbeldi lieldur í kærleika.
Kristindómurinn þarf að komast meii-a á dagskrá
Guðfræði er engin trúarlærdómur, enn síður óskeikulleiki eða
helgur lilutur. Hún er skýringartilraunir manna á helgiritum-
Þess vegna síbreytileg og ósamhljóða. 1 gagnmerkri bók uffl
guðfræðistefnur á þessari öld, lýsir ameríski prófessorinn
John Macquarrie 21 guðfræðistefnu. Eru þær svo sundurleitar
að furðu gegnir. Þær róttækustu nálgast guðleysi og draga
jafnvel upprisu Krists í efa, en þær fornlegustu liafa verið
nefndar nýrétttrúnaður og telja fylgjendur hans sig geta full'
yrt all miklu meira um Guð en flestum er skiljanlegt.
Sögulegar rannsóknir á ritum Biblíunnar eru stórmerkar og
þó efalaust ekki öll kurl Jiar komin til grafar. Þær rannsóknir
liafa líka valdið gjörbreytingu á guðfræðinni almennt. En hvað
sem öllum sagnfræðingum og guðfræðingum líður gegnir sania
máli um Biblíuna og öll önnur rit. Hverjum sem vita vill skil
á kristinni kenningu er nauðsynlegast að lesa sjálfar frum-
beimildirnar — Nýja-testamentið. Og verður mönnum J)á oft
liinn andlegi skilningur og hrifning miklu drýgri en lestur
þykkra guðfræðidoðranta.
Það var megin mein kaþólsku kirkjunnar fyrr á öldum að
almenningur átti Jiess ekki kost að lesa Ritninguna upp a
eigin spýtur og varð að sætta sig við það, sem prestarnir gáf11
á garðann.
Biblían er nú öllum opin liér í landi en Jieir munu teljamb?
sem nokkru sinni bafa lesið N. T. livað }>á Jiað gamla. AfleiS-
ing þess er sú að flestir liafa livorki áhuga á né þekkingu til
tala um kristindóm, eða velta honum nokkuð að ráði fyrir ser-
Þar er kal í liugtúnunum.
Þetta áliugaleysi sést ekki aðeins á lélegri kirkjusókn. Það
er undantekning að menn spyrji nokkurs varðandi trúmál i
blöðunum, sem alsiða er annars staðar. Oftar en einu siniu
hefur verið vikið að Jiví bér í Kirkjuritinu að menn baeru
fram fyrirspurnir í stuttu máli um kristni og kirkjumál. E11
Jiögnin hefur verið eina svarið.
Þetta kæruleysi er uggvænlegra en margan grunar. Og er
Jiví enn vakið máls á því.