Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 30
KIRKJURITIÐ 348 Á skírdagskvöld árið 1945 var lionum varpað í fangageymslu, þótt liann væri nieð liáan sóttliita og nær dauða en lífi, eftir allar þessar liörinungar. Og næsta dag, föstudaginn langa, var liann rekinn áfram fótgangandi 20 kílómetra veg og síðan i aflæstum flutningabílum fyrir sláturfé ásamt þúsunum þjan" ingafélaga ekið eittlivað austur í óvissuna. Allur skarinn var matarlaus, meira að segja vatnslaus. Og þeir, sem fyrirfóru ser á leiðinni, og þeir voru lireint ekki fáir, þeim var varpað ut í snjóinn meðfram járnbrautarteinum eins og liræjum eða verra en það. Ferð þessari lauk norður á Isliafsströnd þúsund kílómetruiu í norður frá Moskva. Síðustu tvo kílómetrana voru tveir með- fangar Thaddens látnir draga liann fremur en leiða þar eð liann var orðinn svo magnvana, og snjórinn djúpur. Eftir nokkurra vikna dvöl á þessum stað vom 70% af þessuin föng- um Rússa dánir úr hungri, kulda og örvæntingu. Tliadden gat lítt varizt Iiugri og kulda, en uppgjöf og °r' væni barðist hann gegn af miklum hetjuskap þar sem hann lá nær lamaður á trébekk sínuni í timburskála fangabúðanna- Skapstyrkur hans og andlegur þróttur virtist þó óbugandi- Hann ræddi karlöflurækt við bændurna, sem þarna voru, Götlie og Schiller við leikarana og kökuuppskriftir við hak- arana. Hann var alls staðar með, og reyndi að Iialda uppi gkið" værð og glæða vonir þar, sem engin gleði og engar vonir virt- ust framar til. Læknir meðal fanganna, sem ekki átti lengu1 neinum lyfjum að miðla til þessa máttvana frjósandi fólks hað Tliadden að reyna sín andlegu lyf glaðværðar, góðvihla' og bjartsýni. Og væri liægt að styðja liann á fund þeirra, seiu verst voru staddir hrást ekki árangurinn af koniu Iians. Hann sagði fólkinu frá mörgum og löngum utanlandsferð- um, þegar hann var formaður stúdentasamtakanna. Hann IýstI fyrir þeim sem þarna voru fögruin stöðum og frægnm monn- um, sem liann liafði séð og kynnzt. Stundum voru þessar sam- talsstundir orðnar að guðsþjónustum áður en varði með bseU' um og sáhnasöng og tilvitnunum í ritninguna eftir minni. Hef var enginn bókakostur. Stundum urðu löng skriftamál nieð liljóðri bæn handa þeim allra beygðustu og ógæfusömustu- Nokkrar kvennanna mynduðu söngkór, og söngvarnir oni- uðu svo huggandi og styrkjandi um auða og ískalda skálana.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.