Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 41
KIRKJURITIÐ 359 KristindómsfræSslan Verður æ rýrari a heimiluxium og í skólunum. Þessa verðum við prestarnir áreifanlega varir þegar börnin koma til spurn- iöga. Þá liefur hingað til verið út frá því gengið að öll börn kynnu sæmilega „biblíusögur“ en því er ekki lengur að lieilsa. Mörg þeirra eru alveg ótrúlega fáfróð í þeim efnum. Orsakirnar eru aðallega tvær. Önnur su að því verður vart 'ieitað að á síðari árum liefur ekki tekist, þrátt fyrir góða við- ieitni, að semja heppilegar „biblíusögur“ og kristnisögu fyrir iJarna- og unglingaskóla. Helgakver og Klavenessbiblíusögurn- ar eru bezt sömdu kennslubækurnar sem við höfum eignast í þessum greinum. Krisnisaga Snævarrs var líka dágóð. Helga- kver verður ekki endurvakið ,enda nota flestir prestar miklu Htinna kver en áður tíðkaðist. Á það rétt á sér, því að kverin eru að mestu „spurningar“ viðkomandi presta. Hver prestur kýs nú að liafa þær með sínu eigin móti. En biblíusögur er nauðsynlegt að börn kunni áður en þau konia til spurninga. Enginn tími þá til að leggja þann grunn. í*ess vegna verður að leitast enn við að gera þær svo úr garði að auðvelt og ánægjulegt sé að kenna þær og nema. Og kristnisögu þyrfti að skrifa fyrir unglinga og æðri skóla. Rin snjalla kristnisaga próf. Hal Koclis gæti verið þar til fyrir- ,llyndar að nokkm leyti. Hún er ótrúlega efnismikil og 8kenimtileg aflestrar. 1 frambalds- og menntaskólum ætti að mínum dómi að kenna siðfræði. Óskiljanlegt að þess liáttar þekking sé nokkru °nauðsynlegri en aðrar greinar, sem þar þykja sjálfsagðar. er viss um að það á ekki langt í land að menn skilja það. Kirkjan mætti gjarnan flýta fyrir því. ha3 er ákaflega dapurt að lifa á þeim tíma, þegar auðveldara er að sPrengja vetnissprengjur en hleypidóma. — Albert Einstein. hekki ekkert annað' nierki mikilmennskunnar en góðviljann. —.Beelhoven hjósið er gott á hvaða lampa sem það logar. — Abdu’l ■ Baha.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.