Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 38
KIRKJURITIÐ
356
líkamanum. Mér var dagljóst að sökum þess að ég var andleg
vera liafði ég „séð“ og skynjað ákveðinn stað í þúsund mílna
fjarlægð. Fjarlægðin skipti andann engu máli. Nálægð Guðs
var mér ljóslifandi í þessari nýju meðvitund, liann var liinn
mikli andi í öllu og alls staðar, skapari og íbúandi allieinis-
ins. Ég var altekin fagnandi tilfinningu þess að örsmárri sál
minni skyldi vera fært að ná til Grikklands yfir liöf og löud,
þrátt fyrir blindan dumban og veiklaðan líkamann. Ég hafði
brotist úr bóndabeygjunni og eignast nýja sjón. Ég gat lesið
liugsanir spekinganna, — þessar liugsanir, sem liöfðu lifað þa
sjálfa öldum saman. Nú gat ég gjört þær að liluta af sjálfri
mér. IJr því þetta var satt, hversu miklu fremur lilaut þá ekki
Guð, liinn algjörlega óliefti og almáttugi, að liafa hemil á mein-
bugum náttúrunnar: slysum, þjáningum og eyðileggingu, og ná
til allra barna sinna. Heyrnarleysið og blindan skiptu þann-
ig ekki liöfuðmáli. Ég gat skipað þeim í flokk aukaatriðanna í
lífi mínu. Auðvitað hugsaði ég ekki svona skýrt á þessu æsku-
skeiði. En ég fann til þess að ég var í sjálfri mér óbundin
stað og stundu og gat í anda farið og dvalið þar sem mér þókn-
aðist. Þetta var það smáa frækorn, sem áhugi minn á andleg-
um efnum síðar spratt af. —
Helen Keller víkur að því undir bókarlokin að fáir séu heil-
agir eða snillingar, meira og minna gott búi í hverri mannssál
og veki vonir um að liún nái takmarki sínu að lokum. Hún
leggur einnig áherzlu á að sönn trú sé ekki aðeins fólgin 1
játningu lieldur lífemi. Þeirri skoðun fylgdi liún sjálf fast
frarn með sinni eigin breytni.
Hún treysti Guði og gladdist yfir gjöfum hans og bar sann-
an góðliug til allra.
Á sviði andans kleif hún áður ógenga tinda og kannaði
ókunnar víðáttur.
Lengi mun lýsa af minningu liennar.
Horft til beggja lianda
I erlendu blaði var rætt um efnahagserfiðleika sem Eþíópín-
menn eiga við að stríða og er því miður víða þá sögu að segja-
En því festist þessi fregn í minni að þess var getið í leiðinn1
að kirkjan þar í landi væri þröngsýn og afurhaldssöm úr
hófi. Létu prestarnir sér annast um „söngl“ sitt en skeyttu h'tt