Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ
331
enda 1. júlí þ. á. Mun liann þá fara í þriggja mánaða leyfi, til
1- október, en frá 1. okt. n. k. er liann ráðinn til 10 mánaða.
Verða laun lians greidd af söfnunarfé, en það nemur nú rúm-
300 þús. kr. Dálítið vantar enn til þess að standa undir
kostnaðinum að fullu og eru því nokkur viðbótarframlög með
þakklæti þegin. En ég vil þakka þeim öllum, sem liafa stutt
kirkjuna í þessu máli og ég vænti þess eindregið, að sú viður-
kenning, sem þetta starf liefur blotið, nægi til þess að tryggja
ffamtíð þess.
Önnur nýmæli, sem kirkjuna varða sérstaklega, voru ekki á
'lagskrá Alþingis að þessu sinni þegar frá er talið frv. um em-
^ættisbústaði, en það borfir að mínu áliti mjög til neikvæðrar
attar að því er snertir viðkomandi söfnuði og prestsembætli.
Mun það sýna sig þegar frá líður. Frumvörp þau, sem áður
^afði dagað uppi á Alþingi, lágu óbreyfð. Því verður ekki trú-
aS né unað, að lagafrumvörp, sem eftir rækilegan undirbúning
°g með eindregnu samþykki allra kirkjulegra aðilja, sem þar
eiga atkvæði um, liafa verið lögð fyrir Alþingi, verði til fram-
^úðar dysjuð þar, jafnvel án þess að þau fáist einu sinni rædd.
^g bef bér í liuga prestakallafrumvarpið með kristnisjóði, og
>>ið ennþá eldra frumvarp um veitingu prestsembætta.
Sú eindregna von var látin í Ijós á prestastefnunni í fyrra, að
Prestakallamálið með kristnisjóði kæmist farsællega fram á
koniandi alþingi. Sú von rættist sem sagt ekki. Eigi að síður
skal sama von og ósk tjáð að þessu sinni og beitið á vini kirkj-
l,Unar til liðveizlu í því efni. Yér væntum þess, að gipta kirkju-
lllalaráðherra og vinsamleg afstaða lians í þessu stóra máli nái
að leiða það til þeirra lykta, sem kirkjan megi við una og til
Jatnað'ar verða um ytri hagi liennar og starfsskilyrði.
Um hið síðara mál, afnám prestskosninga í núverandi mynd
°g »iýtt form á veitingu prestsembætta, er það alltjent einsætt,
að ekki felur það í sér neitt, sem snertir fjármálaleg viðskipti
1 íkis og kirkju. Varúð af þeim sökum kemur því ekki til
gteina þar. Ég veit ekki og skil ekki, livaða umboð eða bvaða
lagsmunir það eru, sem andstöðiunenn þessa máls í forustuliði
stjórnmála telja sig bundna, þegar fyrir liggur jafneindreginn
ekki aðeins prestastefnunnar, beldur og Kirkjuþings, þar