Kirkjuritið - 01.07.1968, Qupperneq 20
338
KIRKJURITIÐ
ólfssonar, en útgefandi er Heimatrúboðið í Reykjavík. fJtgáf-
an er mjög smekkleg og ber að þakka þetta framtak.
Aðrar nýjungar í útgáfumálum eru fljóttaldar. Geta ber þ°
liinnar fallegu æskulýðssöngbókar, Unga kirkjan, sem Æsku-
lýðssamband kirkjunnar í Hólastifti gaf út, svo og Æsku-
söngva, sem út komu á vegum Æskulýðsnefndar þjóðkirkj-
unnar.
Prentað var á vegum Biblíufélagsins allstórt upplag af Nýja
testamentinu. Það var prentað og bundið í London. Hefur af-
greiðsla dregizt lengur miklu en um var samið, en nú inun
mega vænta þessara bóka á markað innan tíðar. Nýtt upplag af
Biblíunni í tvennum stærðum er einnig væntanlegt bráðlega-
Ég vísiteraði tvö prófastsdæmi á árinu, Skagafjarðar- °S
Húnavatnsprófastsdæmi, og auk þess Vestmannaeyjar í Kja'‘
arnessprófastsdæmi, alls 43 kirkjur. Vil ég hér árétta þakku
núnar til prófasta, presta og safnaða fyrir mikla gestrism
þeirra og hina ágætustu samveru.
Ég sótti biskupafund Norðurlanda, sem að þessu sinni vai
í Túnsbergi í Noregi 8.—11. ágúst, flutti þar eitt erindi og
prédikaði við þá almennu guðsþjónustu, sem baldin var 1
Túnsbergsdómkirkju í sambandi við fundinn.
Norrænn prestafundur var í ágústmánuði í Uppsölum °S
sóttu hann af Islands hálfu prestarnir sr. Gunnar Árnason, sr-
Jón Þorvarðsson, sr. Sigurjón Guðjónsson, sr. Kristján Búason
og sr. Bernharöur Guðmundsson.
Sr. Helgi Tryggvason og sr. Bernharður Guðmundsson satn
alþjóðlega skólamálaráðstefnu kirkjunnar manna og síðan
fund uppeldisfræðinga í Bástad í Svíþjóð seint í júlí 1967.
Sr. Kristján Biiason sat fyrir mína bönd fund í stjórn noi-
rænu, ekumenísku stofnunarinnar í Sigtúnum í byrjun þessa
ars.
Mér var boðið til Færeyja í byrjun september til þess a
taka þátt í endurvígslu Kirkjubæjarkirkju. Auk þess var mel
boðið að prédika í dómkirkjunni í Þórsliöfn og í kirkjunm 1
Fuglafirði. Færeyingar standa oss nærri og eru oss frenir1 1
sumum efnum. Væri æskilegt að kirkjulegt samband milli þesS
ara frændþjóða mætti eflast og hygg ég, að það yrði ekki si ^
ur ágóði fyrir oss en þá. í því sambandi vil ég ekki láta hja