Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.07.1968, Blaðsíða 46
364 KIRKJURITIÐ sem daluriim blasti við. Það var henni inikil liugbót, að geta liorft inn í dalinn og séð bæinn, þar sem lnin átti heima.. Er ég eitt sinn átti erindi inn í sjúkrastofuna, þar sem konan lá5 — þá lieyrði ég að bún sagði með gleðihreim í röddinni: „Ég sé alltaf beim.“ Trúin er okkar innri augu, — fullvissa um það, sem menn vona (Hebr. 11,1.). Þaðan er sjónin komin heim til Guðs. =SS5== Prestsstarfið í Kaupmannahöfn heldur áfram Þegar kunnugt varð, að fjárveiting fyrir þetta ár til prestsstarfs ineðal íslendinga í Kaupmannaböfn yrði felld niður xír fjár- lögum, var liafin fjársöfnun meðal almennings til þess að standa straum af þessu starfi í bili. Jafnframt var þess farið á leit við séra Jónas Gíslason, að bann gegndi starfinu áfrani um sinn, ef nægu fé yrði skotið saman til þess að kosta það, og varð liann við þeim tilmælum. Ráðningartími séra Jónasar er útrunninn 1. júlí. Mun banu þá fara í þriggja mánaða leyfi. En frá 1. október n. k. er han» ráðinn til áframbaldandi þjónustu sem sendiráðsprestur 1 Ivaupmannahöfn í allt að 10 mánuði. Hefur Biskupsskrifstofan aflient kirkjumálaráðuneytinu það fé, sem safnast liefur til þessa prestsstarfs og liefur ráðuneytið góðfúslega samþvkkt fyrir sitt leyti, að sr. Jónas sé ráðinn til starfsins á téðnin grundvelli. Öllum, sem liafa stutt að því, að prestsstarfið í Kaupmanna- böfn þyrfti ekki að leggjast niður, eru innilegar þakkir færðar. Greinargerð fyrir söfnuninni mun birt innan skamms. Menn eru beðnir að taka eftir því, að sr. Jónas liefur leyfí frá starfi mánuðina júlí, ágúst og september í sumar, en tekur aftur til starfa 1. október. Þeir, sem þurfa á fyrirgreiðslu að balda þann tima, sem sr. Jónas er fjarverandi, snúi sér til 1S' lenzka sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Frá skrifstofu biskups■

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.