Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 42
456 KIRKJURITIÐ Enn kinkar hann kolli. — Hvernig dó liann? — Á krossi. •— Þín vegna, svo að Jni ratir til liallarinnar og fáir að vera þar. Augun verða myrk. Skyldi liann eiga erfitt með að skilja það, sem ég segi? — Þú ferð rétt bráðum frá mér, Litli Snati. Þú flytur héðan í höllina. — Hvernig á ég að rata? — Englamir lýsa þér leiðina. Og nú var sem sólbjarma brygði á svipinn. Englamir. Auðvitað. Ég sá einn í nótt. Hann gekk hérna vfir góifið. I drifhvítum fötum og með vængi. Það birti í öllu herberginu og liann veifaði til mín. — Það er engillinn, sem vísar Jjér veginn til liallarinnar. Hann bíður við dyrnar. — Bíður liann við dyrnar? Þetta var víst vesalings drengnum um megn að átta sig á. Hann féll í mók. Þá verður mér Iiugsað til gömlu konunnar. Hún er sezt á mottuna og þerrar ineð óhreinum klútbleðli tárin af vöngun' um. — Hann var að segja mér frá þessu í morgun. En ég gerði mér ekki grein fyrir því livað liann sá. Ég lief aldrei heyi'1 um Jjetta áður. 1 sömu svipan heyrðist þrammað upp tröppurnar. Hurð- inni er hrundið upp og móðirin stendur á þröskuldinum. — Allt tapað, liver einasti eyrir. Þá kemur hún loksins auga á mig og segir í lægri róm: — Em hér gestir? — Já, munkur, segir amman. Og muldrar við sjálfa sig uiu leið og hún liagræðir mottunni. — Yissi ég ekki, liugsaði ég það ekki, að Jjú sætir einhvers staðar við spil og sóaðir Jjessum fáu skihlingum, sem faðii harnsins önglar saman með ruslavagninum. Konan dæsir og sækir í sig veðrið til að vekja rifrildi. En gamla konan ógnar henni með hendinni: — Bamið sefur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.