Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Síða 48

Kirkjuritið - 01.11.1968, Síða 48
462 KIRKJURITIÐ Guð forsjónarinnar. Við hlið húss míns stendur þristofna tré með fórnarskálinni. Vottur þess að ég veit að þú ert Guð. Onyame Bekyere, segja kristnir menn að hafi gefið okkur Jesúm Krist. Drottinn, leið mig i skilning þess. Drottinn, Iitlu guðirnir eru ekki máttugri en brögð töframannanna, en þau brögð eru seiðmögnuð. Brögð þeirra ná þó ekki lengra en til þorpsins og næsta nágrennis. En þú ert Drottinn yfir Kumasi og Accra, hafinu og London. Drottinn drottnanna, gættu mín og minna og pálmanna. Drottinn, ég vil ekki þurfa að óttast guðina. Mikli Guð á himnum, þú, sem ríkir lengra en augað eygir. Ég leita þin hikandi með bænarkvak mitt. Mikli, voldugi Drottinn, þú mælir og það verður. Miklu hef ég ekki ráð á að fórna, en þeir, sem á þig trúa segja, að eyririnn geti verið mikill i augum þínum. Ég vil trúa á þig og láta af að óttast hjáguðina. Hjálpa þú mér, Drottinn. Amen. (Afríkönsk bæn. — G. Á.)

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.