Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 90

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 90
Sr. SIGURÐUR PÁLSSON, vígslubiskup: Um helgisiði Táknmál kirkjunnar Táknmál er tjáning án orða. Sú tján- ing fer fram með ýmsu móti. Ymist eru notuð merki, myndir, hreyfingar eða klœði til að tjá ákveðnar hug- myndir eða ástand. Táknmál er mjög algengt á öllum sviðum mannlegra samskipta og skipar miklu stœrri sess í samskiptum manna við hlið hins talaða orðs, en menn almennt gera sér grein fyrir. Stundum er táknmálið viðbót við hið talaða orð, stundum kemur það í stað þess. Sem dœmi um algengt táknmál má taka kveðjur manna. — Þeir veifa hendi álengdar til að tákna, að þeir veiti athyggli þeim, sem veifað er til. Þeir taka ofan, sem tákn virðingar. Þeir hneigja sig. Það er líka vottur virðingar og einnig þess, að hann vilji þóknast þeim, er hann hneigir sig fyrir. Þeir takast í hendur. Það er vottur þess, að vinsemd þeirra skuli vera áþreifanleg. Þeir kyssast. Það vottar, að vináttutilfinning þeirra sé djúpstœð. Á samkomum klappa menn saman lófum til að tjá aðdáun sína og þakk- ir.Allt eru þetta tákn, sem segja á ó- tvírœðan hátt, það, sem ella myndi kosta mörg orð að tjá og gœti auk þess valdið misskilningi, ef menn eru ekki orðfimir. Fingramál það, sem málleysingjar nota, er gott dœmi um táknmál, eink- um þegar litið er á hin fjöldamörgu tákn,sem þeir nota, önnur er stafrófið. Ein tegund táknmáls eru einkennis- búningar starfsstétta s. s. lögreglu- þjóna, vagnstjóra o. fl. Þessir búning- ar segja til um hvaða þjónustu þeir hafa á hendi og sparar fyrirspurnir og kynningar. Flýtir það mjög fyrir þeim, er þjónustu þeirra þurfa að nota. Þessi dœmi nœgja til að sýna, að málið er engan veginn eini tjáningar- miðill manna, heldur er og fjöld' tákna við þess hlið, sem auðveldai" samskipti þeirra. Þegar þessa er gœtt verður aug' Ijóst, að helgihald kirkjunnar hlýtur að nota táknmál til tjáningar. Helgi' haldið er samfélag um helga hluti/ sem ekki verða alltaf tjáðir til fulb með orðum. Það er því heppilegra að nota kunn tákn, stundum með orðun- um, stundum í stað þeirra. Það eí áhrifameira, fljótvirkara og m i k I u1 einhlítara til samstillingar. Táknmál helgisiðanna er mjög fjöl' skrúðugt. Flest af því á uppruna sinn í Biblíunni. Sumt er sprottið upp ur 88

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.