Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 34
Islandi. Harboe var, sem kunnugt er, sendur út hingað af stjórninni til að rannsaka kristnihald, kirkju- og skóla- mál. Dvaldist hann hér 4 ár skömmu fyrir miðja 1 8. öld. Sér ýmissa umbóta hans enn staði í íslenzku þjóðlífi. Til- skipun þessi birtist í bréfi til biskupa landsins 1746. Er þeim þar m.a. falið að sjá um, ,,að prestar og aðrir haldi sig frá drykkjuskap". Að sjálfsögðu daufheyrðist konungur við öllum tiI- lögum Harboes um takmarkanir á brennivínssölu og refsingar fyrir ölvun. Ymsir forystumenn þjóðarinnar á ofanverðri öldinni tóku upp merki Jóns biskups Árnasonar. Má þar nefna Gísla Magnússon, biskup á Hólum, þann er Hóladómkirkju reisti, sem enn stendur, Ólaf Stephensen stiftamt- mann, Hannes biskup Finnsson og Stefán Thorarensen amtmann. Má vera, að það sé fyrir áhrif þessara manna, að í tilskipun um fyrstu 6 kaupstaðina 1786 er brennivínsgerð bönnuð innan kaupstaðarmarkanna. Munu slíks hafa verið fá dœmi um danska kaupstaði. Fyrsti vísir að skipulögðum bindind- isfélagsskap meðal íslendinga varð til í Kaupmannahöfn. Haustið 1843 stofnuðu Hafnaríslendingar „íslenzkt hófsemdarfélag", en breyttu því vorið eftir í „íslenzkt bindindisfélag", Með- al stofnenda voru tveir Fjölnismanna, Brynjólfur Pétursson og Konráð Gísla- son. Má telja líklegt, að þeir og vinir þeirra hafi átt upptökin að þessari fé- lagsstofnun, því að í fyrsta árgangi Fjölnis, 1835, hafði í fyrsta sinn verið skrifað um bindindismál í íslenzkt tímarit. Er það mjög merk grein og athyglisverð enn í dag. Fjölnir hélt uppi merki bindindis alla tíð, þótt drykkjuskapur léki illu heilli einn þeirra félaga, sem að honum stóðu, heldur grátt. Ekki var œtlunin, að „íslenzkt bind- indisfélag" starfaði einungis í Höfn. Sams konar félög voru stofnuð víða um land, og voru prestar þar yfirleitt í broddi fylkingar. Meðan Fjölnis naut við, birti hann jafnan skýrslur um störf þessara bindindisfélaga. í Reykjavík var Stefán Gunnlaugsson land- og bcejarfógeti í forystu, en þar voru 1 00 manns í bindindisfélagi 1847. Stefán landfógeti hefur orðið hvað þekktast- ur fyrir auglýsingu sína um, að is_ lenzku bœri að tala í íslenzkum kaup- stað. En engu ómerkari er auglýsin9 hans frá 24. febrúar 1847, þar sem segir svo: „Þeir, sem drekka °9 drabba, samt styðja daglega kram búðarborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk úr fátœkrasjóði". Kve - ur þarna við nokkuð annan tón en nU' þegar dekrað er við aumingjaskapm11 og þeim, sem drekka og drabba, bun ir glœstir salir til iðju sinnar. Áhrif þessarar bindindisöldu ur u m. a. þau, að um miðja öldina minn aði innflutningur áfengis veruleg0- Hins vegar hneig aldan vonum fyrr- Flest voru félögin liðin undir lok urTI 1860, En árið 1864 stofnaði ser Brynjólfur Jónsson, sem verið hafði lagi í Reykjavíkurfélaginu, k'nc^in 'g félag í Vestmannaeyjum. Lifði P lengst allra slíkra félaga, sem st° ^ uð voru fyrir daga Reglunnar, e a hausts 1884, en þá lézt séra Bryni0 Ur. r Á árunum 1877 til 1884 voru sto ' uð allmörg bindindisfélög á Nor 32

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.