Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 92

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 92
við skírn, sem lögð er til grundvallar Níkeujótningunni (325) og við hana er svo bœtt fordœmingunni, sem hún endar ó. Messujátningin — eða Messucredo er játning sú, er kirkjuþingið í Kalke- don taldi, að samþykkt hafi verið af „hinum 150 feðrum" á kirkjuþingi í Konstantinopel árið 381. Þessi játning nefnist af frœðimönnum Sy mbo I um Nicœno — Constantinopolitan- um og er þannig í íslenzkri þýðingu: Vér trúum4 á einn Guð, föður almátt- ugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega. Og á einn Drottin, Jesúm Krist, eingetinn Guðs son, sem fœddur er af föðurnum fyrir upphaf aldanna. Hann er Guð af Guði, Ijós af Ijósi, sannur Guð af Guði sönnun, getin eigi gjörður, sömu veru og faðirinn. Fyrir hann var allt skap- að. Vor vegna mannanna og vorrar sáluhjálpar sté hann niður af himnum, tók á sig hold fyrir heilagan anda af Maríu meyju og gjörðist maður. Hann var krossfestur fyrir oss undir Ponti- usi Pílatusi píndur og grafinn. Og á þriðja degi reis hann upp samkvœmt ritningunum og steig upp til himna, situr við hœgri hönd föðurins og mun aftur koma með dýrð að dœma lif- endur og dauða. Á hans ríki mun enginn endir verða. Og á heilagan anda, Drottinn og lífgjafann, sem út- gengur frá föður og syni.5 og með föður og syni er tilbeðinn og jafnt dyrkaður, hann, sem mœlti af munni spámannanna. Og á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju. Vér játum6 eina skírn vera til fyrirgefn- ingar syndanna og vœntum upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar. Það er þessi játning, sem notuð er í messunni í Vesturkirkjunni nú á dög- um og eftir latneska textanum. Þar er hún flutt í eintölu og sagt „Eg trúi . . . Eg játa . . ,"7 Eintala er sjálfsagt upprunalegri, þar eð játningin er í upphafi skírnar- játning. Að baki hennar liggur hin gamla skírnarjátning í Jerúsalem, sem Kyrilos, höfuðbiskup skýrir fyrir trú- nemunum, svo sem séð verður í tru- frœðslukveri hans (um 348)8. Hvenœr sú siðvenja kemst á, að flytja játninguna í messu, er ekki með öllu kunnugt, en siðvenjan kemst fyrst á í Austurkirkjunni. Dom Gregory Dix1' telur, að Pétur þófari, patriarki í Anti- okkiu og eineðlistrúarmaður, hafi fyrstur komið þeirri venju á að láta flytja Messucredo opinberlega 1 hverri messu. Þetta átti hann að hafa boðið árið 473. Ýmsir aðrir frœðimenn í líturgíu10 telja, að svo hafi ekki verið, en allir virðast sammála um, að Timo- teus patriarki í Konstantinopel (511 ^ 517), hafi boðið að hafa játninguna í hverri messu. Með þessu tiltœki sínu vildi hann auglýsa trúaráhuga sinn. Þessi siðvenja verður brátt algeng 1 Austurkirkjunni. í Austur-Sýrlandi er notuð eldri játning.n Sá staður, sem játningin fékk 1 messunni í Austurkirkjunni var venju- lega eftir bœnir hinna trúuðu, al- menna kirkjubœn, annað hvort fyrir eða eftir friðarkoss. Ástœðan ti þessa hefir verið sú, að þar er í fu^u gildi reglan, að játa ekki lœrdóma trúarinnar fyrir óskírðum mönnum ne 90

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.