Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 14

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 14
Sváfnis Sveinbiarnarsonar á Breiða- bólstað, andaðist 20. febrúar, aðeins tœpra 44 ára að aldri, f. 29. apríl 1930. Vér minnumst hennar með þakklátum trega og biðjum góðan Guð að styðja og blessa mann hennar og börnin þeirra mörgu. Látnar prestsekkjur F|órar prestsekkjur hafa látizt á liðnu synodusári: Guðný Jónsdóttir, fyrri kona sr. Sig- urðar Einarssonar, andaðist 6. sept. 76 ára að aldri, f. 17. febr. 1897. Jóhanna Þorsteinsdóttir, ekkja sr. Helga Konráðssonar, lézt 8. sept., 62 ára að aldri, f. 14. apríl 191 1. Kristín Sigurðardóttir. ekkja sr. Her- manns Hjartarsonar, lézt 10. nóv. á 85. aldursári, f. 16. júní 1889. Aðalbjörg Sigurðardóttir, ekkja, sr. Haralds prófessors Níelssonar, lézt 16. febr., rúmlega 87 ára, f. 10. jan. 1887. Þessara mœtu og merku kvenna er minnzt í þökk. Vér heiðrum minningu þeirra og vottum ástvinum þeirra samúð. Lausn frá embœtti Lausn frá embœtti fyrir aldurs sakir hefur fengið frá 1. des. 1973 sr. Sig- urður S. Haukdal, prestur að Berg- þórshvoli og prófastur í Rangárvalla- prófastsdœmi. Sr. Sigurður er fœddur 7. ágúst 1903, lauk embcettisprófi vorið 1928, var 1. des. s. á. settur sóknarprestur í Flatey á Breiðafirði og fékk veitingu fyrir því kalli 1. okt. árið eftir. Hann varð prófastur í Barðastrandarprófastsdœmi 1. júní 1931. Var skipaður sóknarprestur i Landeyjaþingum 1. júní 1945 og hef- ur þjónað því kalli síðan. Hann var settur prófastur í Rangárvallaprófasts- dœmi 15. sept. 1969, skipaður 1. jan. 1970. Sr. Sigurður Haukdal hefur notið mikillar hylli sóknarbarna sinna fyrr og síðar. Öll presísleg þjónusta hans í kirkju sem utan einkennist af alúð og einlœgni og eðlislœgri fágun. Hann hefur jafnan þótt góður gestur heimilanna, hvort sem var á gleði- eða sorgarstundum, sakir glaðvcerð- ar og karlmannlegrar hlýju. Þá hefur verið gott að scekja heim þau hjón- in, frú Benediktu Eggertsdóttur og hann. Störf hans að almennum mál- um hafa og verið mikils metin. Þökk þeim hjónum fyrir árin og störfin að baki. Guð blessi þeim allu sem ókomið er. Sr. Valgeir Helgason, prestur í Ás- um og prófastur í Skaftafellsprófasts- dœmi, sem orðinn er sjötugur, gegnir vegna áskorana sóknarbarna sinna embœtti enn um sinn. Sr. Björn Magnússon, prófessor, lœtur nú af embcetti eftir langan feril sem prestur og prófastur fyrst en síð- an og lengst guðfrceðiprófessor. Mik- ill meirihluti íslenzkra presta er nem- endur hans og þá jafnframt unnend- ur vegna kynna sinna af honum sem kennara og manni. Hann er hinn mesti afkastamaður í ritstörfum °9 hefur leyst af hendi verk, sem fáum má endast örendi til að skila af ser' því heldur sem þau verk hans, sem mest eru að vöxtum hafa í rauninm verið tómstundavinna. Orðalykill hans að nýja Testamentinu er hverjom 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.