Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 18

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 18
frœga var flutf og telja má einn elzt- an, ef ekki elztan kirkjustað á íslandi. Sóknarkirkjan var flutt þaðan að Prestsbakka fyrir rúmum hundrað ár- um vegna sandfoks. Sóknin er óskipt eftir sem áður og stendur vel saman um sína veglegu Prestsbakkakirkju. Kapellan er reist fyrir samskotafé með lítils háttar styrk frá Alþingi. Brœð- urnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synir teiknuðu hana. Það má vera kirkju landsins allri til uppörvunar að veita því athygli og minnast þess, að slíkir atburðir gerð- ust á þessu minningarári. Námskeið o.fl. Námskeið fyrir kristnifrœðikennara var haldið hér í Reykjavík á vegum menntamálanefndar þjóðkirkjunnar dagana 5.—12. þ. m. Aasmund Dahle, sem nú er forstöðumaður upp- eldismálastofnunar norsku kirkjunnar, var stjórnandi námskeiðsins. Þetta sem annað framtak menntamála- nefndar undir forustu Ólafs Hauks Árnasonar vil ég þakka fyrir kirkj- unnar hönd og sér í lagi í nafni prestastefnunnar, en menntamála- nefnd er til orðin að frumkvœði henn- ar. Nefndin hefur látið til sín taka með athyglisverðum árangri. Eina af undirnefndum hennar bað ég að taka til athugunar fóstureyðingarfrum- varpið. Undir forustu formannsins, dr. Björns próf. Björnssonar og með að- stoð tilkvaddra ráðunauta, var samin ýtarleg álitsgerð, sem send var öllum alþingismönnum. Önnur undirnefnd, þar sem sr. Guðmundur Þorsteinsson er formaður, samdi athyglisverða á- litsgerð um drög að frumvarpi um fullorðinna frœðslu, sem sent var kirkjuráði til umsagnar. Óhœtt er að fullyrða, að áhrifa nefndarinnar hafi gœtt um þœr breytingar, sem urðu á tveimur greirium grunnskólafrum- varpsins, áður en það var afgreitt á Alþingi. Þar á ég við ákvœði fyrstu greinar um markmið skólans, þar sem tekið er fram, að starfshœttir skólans skuli mótast af kristilegu siðgœði, og í öðru lagi greinina um námsefni, þar sem kristin frœði hafa í lögunum tvírœðari sess en áður var bert skv., frumvarpinu. Ber oss að þakka þeim alþingismönnum, sem hér beittu ser til góðs. Þá er vert að benda á þann árangur af starfi nefndarinnar, a^ kristin frœði hafa verið tekin upp sem valgrein í Menntaskóla Reykjavíkur. Hefur og verið rœtt við forráðamenn annarra menntaskóla um þetta °9 má gera sér vonir um ,að sami ar' angur náist af þeim viðrœðum. Utanfarar íslendingar áttu 3 fulltrúa á aPP eldis- og skólamálaráðstefnu í Hels ingfors í fyrra. Þeir fóru á vegarT1 œskulýðsnefndar og menntamálo nefndar sameiginlega. Einn fulltruinn, Helgi Þorláksson, skólastjóri, kynnt1 sér í framhaldi þessarar ráðstefný allýtarlega stöðu kristinna frœða skólum Norðurlanda, en hann er f°r maður námsskrárnefndar, skipaðar a^ menntamálaráðuneytinu, og var P gert í samráði við menntamálane n þjóðkirkjunnar. En það er Ijóst, ® vœntanleg reglugerð, sem sett ver U_ um framkvœmd hinna nýju skoia 112

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.