Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 24

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 24
riðla réði rígur manna. Réðu ráðum rekkar horskir, sóru sátt, er setti Þorgeir, vel að virða, vel að halda, lögum lúta lands, er segði hann. Gekk upp Þorgeir þekkur öllum. Þessi lög í landið setti: Það er upphaf okkar laga: Allir menn í þessu landi, skulu þegar skírast láta; skyldir síðan Kristni að halda. Lokaorð 1. hluta Engu blóði íslendinga úthelt var við kristnitöku. Drottinn sjálfur sigur veitti sinni trú í landi voru. Miskunn hans í mörgu birtist; mœtti þetta fyrst til telja. Fœrum honum hrós, sem ber oss, hœstum föður allra manna. GLORIA Dýrð sé Guði í upphœðum. Og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Vér lofum þig. Vér göfgum þig. Vér tilbiðjum þig. Vér dýrkum og heiðrum þig. Þakkir gjörum vér þér sakir mikillar dýrðar þinnar. Drottinn Guð, himneski konungur. Guð faðir almáttugur. Drottinn, eingetinn sonur, Jesús Kristur og heilagur andi. Drottinn Guð. Lamb Guðs, sonur föðurins. Þú, sem burt ber heimsins syndir, miskunna þú oss. Þú, sem burt ber heimsins syndir, meðtak grátbeiðni vora. Þú, sem situr á hœgri hönd föðurnum, miskunna þú oss. Því að þú einn ert heilagur, þú einn ert Drottinn, þú ert hinn hœsti, Jesús Kristur. Með heilögum anda í dýrðinni Guðs Föður. Amen. II. HLUTI Inngönguvers Héldu höldar heim af þingi. 118

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.