Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 26

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 26
Hún fjallar um þó eigind manns að eira hvergi við, en hiklaust neyta boðs og banns að breyskra manna sið. Þó á oft syndin léttan leik og leiðir menn í villu og reyk. Þá gleymist oft í glaumi valds: Hjá Guði ber að leita halds. Lokaorð II. hluta En trúin með þjóðinni lifði og leiddi og lýsti er myrkur í hugina smó. Krossinn með bœninni óttanum eyddi; altarisgangan gaf sálinni fró. CREDO Ég trúi á Guð. Föður almáttugan. Skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fœddur af Maríu mey, píndur undir Ponfíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn og grafinn. Steig niðurtil heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum. Sfeig upp til himna, situr við hœgri hönd Guðs föður, almáttugs, og mun þaðan koma að dœma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. 120 Ég trúi á Guð. Föður almáttugan. Skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn. Amen, amen. III. HLUTI Inngangsvers I trúnni og traustinu treysti sig þjóðin, því enn biðu þrautir og áþján og böl. Og Drottinn gaf dirfsku og dugnað á öldum, sem fólkinu fœrðu hungur og kvöl. Því Guð vor er góður og gleymir ei þeim, sem léði hann líf til að lifa í heim. Trú á bjargi byggð Því breyskleiki mannanna breytir ei Guði; hans boð ekki haggast, þótt gleymist þau þrátt; í jarðlífsins asa og jagi og puði, þar jafnan þú getur þér vegvísi att. Og eins er með kristinna kirkju a jörðu; á kenningum Jesú hún grundvölluð er. Og hvað sem að klerkar og höfðingjar gjörðu, hún haggast þó eigi, en trú sína ver.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.