Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 32

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 32
hvert sem ytra skipulag er, og þó svo að misjafnlega gangi, fyrir fjöld- ann að ná fótfestu á þeirri undirstöðu, verður enginn annar grundvöllur lagð- ur en sá, sem lagður er, sem er Jesús Kristur (I. Kor. 3:11). Samviska slíkrar kirkju hlýtur því að leggja mat hans á allar gjörðir, hvort heldur eru verk og breytni einstaklinganna eða þeirra, sem stjórna og stýra í umboði þeirra. Stjórnmálin verða henni þannig beint viðkomandi, og hún leggur einstakl- ingunum, þegnum sínum, jafnframt sömu skyldur- Hún lítur það hvorki óhlýðni við Guð né stríða gegn frelsi kristins manns, að hann taki þátt í stjórnmálum og sé yfirvöldum hlýð- inn, heldur beinlínis rétta þjónustu við Guð, að hann axli borgaralega ábyrgð sína og skyldur. Megin- atriðið er það, hvort heldur kirkjan á í hlut sem heild, eða einstakur þegn hennar, að Guðs orð á að leiða, á að gagnrýna og leiðbeina, á að vera vakandi samviska stjórnmálanna. II. Kirkjan og stjórnmálaumrœður líðandi stundar Með þetta í huga er nú rétt að líta til samtíðar vorrar, sem einmitt á þessum dögum þenur segl stjórnmálanna og siglir hraðbyri í átt til alþingiskosn- inga. Þar mcetir oss sú myrka mynd, að kirkjan er óvíða eða hvergi nefnd, og fáir eða engir höfða í atkvœða- söfnun til hinnar kristnu samvisku þegnanna. Frambjóðendur virðast ekki telja sér ávinning af fyrirheitum um 126 kristilega afstöðu til einstakra mála eða málaflokka, og fáir kjósendur virðast jafnframt gera kröfur til þess. Stefnuskrár flokkanna tala sínu máli. Af þessu virðist mega draga ýms- ar ályktanir- í fyrsta lagi þá, að mönn- um þyki kristinn málstaður og kristin lífsviðhorf svo sjálfsögð, að óþarft sé að draga þau inn i umrœður og ágreining um þjóðmál, og engin hœtta sé enda á pólitískum gjörðum, er gangi í berhögg við trúna. Slík eða áþekk viðhorf hafa stundum heyrzt af munni stjórnmálamanna, þá sjaldan þeir fást til að segja hug sinn um þetta. í öðru lagi mœtti á hinn bóginn álykta, að svo slœfð sé hin kristna sam- viska fjöldans orðin, að hann eyg1 engar hœttur og geri sér þess jafn- framt enga grein, hve afskipti stjórn- málanna eru ráðandi í daglegu líf* hvers manns, þar sem vér hrœrumst nauðug sem viljug á pólitísku sviði œvina á enda. í þriðja lagi og e. t. v- víðast líta menn svið kristinnar truar og siðgœðis óháð og óviðkom- a n d i vettvangi vera I d I eg ra stjórn- mála. Þessi er sennilegust skýringin á því, hvers vegna svo margir kjosa að halda trú sinni fyrir utan, vilja ekki láta trú sína gefa svör við þjóðfélags_ legu viðfangsefni, gefa svör við rettu eða röngu, þótt þeir hafi komizt o niðurstöðu- Raunar er slíkt ekki óeðlilegt, þe9 ar horft er til ytra borðs stjórn- málanna, þar sem þau einkennir nú e. t. v. framar öllu öðru hin ta markalausa lífsþœgindastefna, seí^ þekkir fá önnur gildi, veit fátt annað stórt, en ytri velgengni, ytri aðstö u, þœgindi, peninga, og lýtur eins og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.