Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 40

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 40
ir. Guðs náð hélt þessari þjóð við lýði og leyfði henni að halda perlum sínum og dýrgripum meðan svo marg- ar þjóðir glötuðu erfðafé slnu og liðu sjálfar undir lok. Allt frá fyrstu tíð hefur verið nán- ara samband milli kirkju og þjóðar hér á landi heldur en víða annars staðar. Kirkjan og þjóðin eru bundnar hvor annarri, bœði sögulega og í lög- gjafarefnum. Hlutdeild kirkjunnar í ís- lenzku þjóðlífi hefur frá byrjun verið mikil og merkileg. Saga kirkjunnar og saga landsins voru löngum samtvinn- aðar. Allir atburðir, sem máli skiptu fyrir kirkjuna voru og mikilvœgir fyrir þjóðina ! heild. Áhrif kristindómsins urðu brátt eftir kristnitökuna furðu mikil. Um margar aldir var það kirkjan og hennar menn, sem unnu að bóklegum frœðum með- al þjóðarinnar. Það er ómótmœlanlegt og reynslan hefur sannað það, að hér á landi eins og í öðrum löndum, þar sem kristin kirkja hefur náð að starfa, hefur hún reynzt nýr og lifandi kraftur í þjóðlíf- inu, kraftur, sem hóf þjóðina á hcerra stig, benti henni á betri brautir og veitti henni andlega lyftingu. Kirkjan hefur verið máttugt menningarafl í þjóðlífinu og þarf að vera það áfram, ef vel á að vera. Kirkjan hefur starfað og starfar enn vegna þjóðarinnar og hefur allt til þessa veitt henni verðmœti og hjálp. Nú eru miklir umbrotatímar. Breyt- ingar hafa margar orðið. Vísindin vinna stöðugt nýja sigra og nema ný lönd. Lífsbaráttan er flestum léttari, lífsþœgindin ólíkt meiri. í öllum þess- um straumhvörfum hefur afstaða þjóðarinnar til kristindóms og kirkju breyzt nokkuð mikið. Segja má, að mjög hafi tognað á þeim böndum, sem áður bundu þjóð og kirkju svo fast saman. Fjöldinn finnur það samt, að al- menn þekking, vísindi og verklegar framfarir nœgja ekki mannsálinni, og veit að kirkjunnar bíður enn mikið hlutverk meðal þjóðarinnar. Sjálfgefið er, að það er hlutverk heilagrar kirkju að veita hina kristi- legu leiðsögn og veita hana svo skil- merkilega og skorinorta, að henni se veitt athygli. Og kirkjan getur náð furðulega langt með áhrif sín, ef þeim er nœgilega beitt. í kristnu landi geta menn ekki varizt kristnum áhrifum, Þau leita alstaðar o þá, eins og andrúmsloftið. Þessi áhri kirkju og kristindóms eru svo mikib' verð, en ekki œtíð gefin gaumur sem skyldi. Hver dregur dám af sínum sessunaut. Kristnir menn hafa s'n áhrif á alla þá, sem þeir lifa me ' Þess vegna er það svo geysi miki vœgt, að kirkjan sé saltið í þjóðlífinU/ því til bjargar. * Kristið heimili og foreldri hlýtur a vera fyrsti fulltrúi kirkju og kristin dóms, Flestir bera börn sín til skirnöt og lofa þá að ala þau upp í kristinni trú. Og lengi býr að fyrstu •9e'_, Margur segist vera lítt kristinn, af P'/l að í œsku sinni hafi hann verið i rœktur trúarlega. Hið kristilega upp^ eldi gleymdist. Foreldrar þurfa a^ gera sér Ijósa grein þess, að þe|r e að undirbúa barnið undir jíf'ð °g leggja grundvöll farsœldar þess. F ir foreldrar vilja gefa barninu s'n það bezta, sem þeir geta. 134

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.