Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 45

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 45
MÓDIR TERESA Það var síðla í ágústmánuði, tveim dögum fyrir höfuðdag, árið 1910, að öarnkorn fœddist í Skopje í Júgóslavíu. öarnið hlaut nafnið Agnes. Foreldrarn- 'r voru frá Albaníu. Ekki er margt að nefna úr bernskulífi og œsku þessa barns né systkina hennar tveggja. Ekkert hefir verið um það ritað, sem í frásögn þótti fœrandi. Samt var það sv°, að hún var aðeins 12 ára, er hún Var viss um það, að Guð hafði kallað ana til þjónustu hinum fátœku. Hún Var þá enn á barnaskólaaldri. For- eldrar hennar voru rómversk-katólskir, hún gekk ekki í slíkan barnaskóla, e'dur hinn almenna barnaskóla. Hins Ve9ar átti hún því láni að fagna, að y^nast góðum prestum, — en þá Presta nefnir hún góða, er reynast rir um að leiðbeina drengjum og stulkum og hjálpa þeim til að lifa f Samrcemi við köllun Guðs. Agnes var Sin l-)eirra, er naut leiðsagnar þess- ara Presta. Hún vildi verða kristniboði, — Verða til þess að menn fengju lifað V| i'fi, sem vœri líf Krists í þeim. Un vildi fara til Indlands og gerast r|stniboði þar, því að hún hafði hitt kristniboða frá Indlandi, sem sögðu henni, að L o r e t o-nunnurnar hefðu mikið starf með höndum í Calcutta og víðar. Þessi nunnuregla var kennd við Loretoklaustrið f Rathfarnham í Dublin f írlandi. Svo kom að þvf, að hún bauð sig fram við Bengalkristniboðastarfið og lagði því leið sína til Loreto-klaust- ursins, sem áður var nefnt. Það var 29. nóvember árið 1928. Þá var hún 18 ára. Sjálf sagði hún, að ekki hafi það verið œtlun sfn að verða nunna. ,,Við vorum hamingjusöm fjölskylda heima . . . , en ég hefi ekki efast um það eitt andartak, að ég gerði rétt, þegar ég gjörðist nunna. Þetta var Guðs vilji. Hann kjöri mig til þessa og hefir með þessari köllun veitt mér þá hamingju, sem enginn getur frá mér tekið". Fyrstu klausturheitin vann hún árið 1931 og hafði þá starfað sem ung- nunna í Darjeeling. Síðar kenndi hún við menntaskóla Maríu meyjar f Cal- cutta, gerðist þar skólast jóri um nokkurra ára skeið og veitti hinni ind- versku reglu „Önnudœtra" forstöðu. Lokaheit í Loretoreglunni vann hún árið 1937, 139

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.