Kirkjuritið - 01.06.1974, Qupperneq 62
Valdimar Briem ritar „bending um
kristniboð" í fyrsta hefti Kirkjublaðs-
ins 1892. Minnist hann síra Gunnars
Gunnarssonar fám orðum í upphafi
máls síns, en víkur síðan að hugmynd-
um síra Odds. Ber hann fram þá til-
lögu, að byrjað verði á að styrkja
,,hið lútherska kirkjufélag íslendinga
i Vesturheimi." Fœrir hann rök að
því, að slíks sé full þörf, en biður þá,
er gangast vilja fyrir kristniboði með-
al heiðingja, að misskilja sig ekki.
Kveðst hann sízt vera móti þeirri hug-
mynd, heldur virðist honum brýnt og
heppilegt að hefjast handa á þessum
vettvangi.
í nœsta hefti blaðsins er svo grein
eftir síra Jónas Jónasson á Hrafna-
gili, raunar rituð á allraheilagramessu-
kvöldi 1891. Þar er í upphafi borið
mikið lof á síra Odd og starf hans.
— „Starfsemi hans er starfsemi sann-
kristins manns. Hann veit hvað það er
að vera kristinn," segir þar. Fyrir síra
Jónasi vakir hins vegar einkum að
hvetja til innra kristniboðs, sem hann
viil nefna „trúboð". Minnir hann síð-
an á starf síra Jóns í Möðrufelli og
segir stuttlega frá því. Telur hann
mikla nauðsyn á, að smáritaútgáfa
hans sé endurvakin og trúir síra Oddi
bezt til að ríða á vaðið. Smáritasjóð
Jóns segir hann hafa horfið í Kaup-
mannahöfn fyrir rúmum 30 árum og
hvetur til þess, að hans verði leitað.
í sama hefti ritar ritstjóri dálitla
athugasemd um smáritasjóð síra
Jóns, — telur, að hann œtti að koma
fram hjá Hernhútum, því að hann
muni hafa verið fenginn í hendur
„agent" hins „Moeriska brœðrasafn-
aðar í Kaupmannahöfn."
En ritstjóri, Þórhallur Bjarnarson,
prestaskólakennari, lœtur ekki þar við
sitja. Er nœst frá því að segja, að hann
ritar merka og stórfróðlega grein um
kristniboðið í þriðja hefti blaðsins
þetta sama ár. Skal síðar frá henni
sagt.
G. Ól. Ól.
156