Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 64

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 64
„Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjólprœðisins," segir Drottinn. Dýrleg reynsla er nú feng- in fyrir því. II. Enginn skyldi œtla, að trúarvakning sé óskiljanlegt undur eða verði af einhverri tilviljun. Trúarvakningartímar eru uppskeru- tímar safnaðar Guðs. En undanfari uppskerunnar er sáningar- og þroska- tími. Trúarvakningar œtti því að mega vœnta alls staðar, þar sem Guðs orð hefir verið boðað ómengað og fólk hefir notið kristindómsfrœðslu. Það var til hindrunar á vakningar- samkomunum, ef mjög margir heið- ingjar þyrptust inn, því að þá skortir þekkingu og skilning. Það eru ekki heiðingjar, sem hafa snúizt, heldur aðallega nafnkristið fólk, sem hafði þekkinguna um Guð, en átti ekki líf- ið í Guði. Það er því öðru nœr en að prédikunar- og kennslustarf und- anfarinna ára hafi verið til einskis, heldur er trúarvakningin beinlínis ávöxtur þess starfs. Fjölmargir ágœtra kristniboða hafa unnið hér árum saman, en virtist verða lítið ágengt. Við höfum geng- ið inn í vinnu þeirra og uppskerum það, sem við ekki höfum unnið að. Þetta hefir Drottinn vor sagt fyrir: Einn er sá, sem sáir, og annar sá, er uppsker. En bœði sá, sem sáir og sá, sem uppsker, fœr laun og þeir munu gleðjast sameiginlega. Trúarvakningin er einnig ávöxtur fórna og fyrirbœna trúfastra kristni- boðsvina um víða veröld, Og því eru þessar línur ritaðar, að við skulum gleðjast sameiginlega. III. Þeir, sem fóru að biðja um trúarvakn- ingu gerðu það vegna þess, að þeir trúðu því í fullri alvöru, að „fagn- aðarerindið er kraftur Guðs til hjálp- rœðis". Þeir þráðu að fá að sjá, að Guð gœfi þar ávöxt, sem unnið hefir verið í nafni hans. Þeim fannst óþol- andi að sjá engan annan árangur kristniboðsstarfsins en kirkjur fullar af nafnkristnu fólki, sem þekkti Frels- arann með heilanum en ekki hjart- anu, játaði nafn hans með vörunum en afneitaði honum í innstu fylgsn- um hjartans og þar af leiðandi einn- ig með breytni sinni. Það þarf trúarvakningu, til þess að menn snúi sér til Guðs og fari að trúa á hann í fullri alvöru. Flér á stöðinni er piltur rúmleg0 20 ára, sem heita má að hafi alizt upp undir handarjaðri kristniboð- anna. Hann snerist til lifandi truar á samkomu hér fyrir rúmum man- uði. Það sem vakti ótta og iðrun 1 sál hans var það, að honum varð það Ijóst, að hann hafði alls ekki trúað á lifandi Guð, heldur hjáguð/ sem var ekkert annað en hans eig>n hugmyndasmíð. Sú Guðstrú (hvort heldur er í K'na eða á íslandi), sem engin áhrif he ir á hugarfar manna og breytni/ ®r uppbót (Surrogat) í stað trúarinnar a lifanda Guð, og því stórkostlega _t' fyrirstöðu, að menn öðlist sáluhjá p lega trú. , Það er hœgur vandi að steypa a 158

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.